Trú.is

What I learn from detective Harry Bosch

We live in a time when people are often shouting, yelling and insisting on something. A considerable number of so called “You Tubers” compete daily for the number of views they can get for their video shows on the net.
Predikun

Brosað með illvirkjum

Vorum við meðsek? Tókum við þátt í glæpaverkum? Sátum við brosandi, flissandi þegar illmennið trúði okkur fyrir svikaráðum sínum? Vorum við þegjandi sessunautar valdasjúks manns, sem átti engar hugsjónir, engar hugmyndir um réttlæti, frið, sanngirni, velferð, jafnrétti heldur aðeins óseðjandi hungur í að hafa stjórn, ráða yfir öllu og öllum og tróna efstur á valdastólnum?
Predikun

Múrinn

Úti í heimi er voldugur maður, Donald Trump, sem vill byggja múr. Hann komst til valda meðal annars með því að lofa að byggja þennan múr. Múrinn er svo mikilvægur að 800.000 þúsund manns í heimalandi hans fengu ekki launin sín á föstudaginn var. 400.000 þúsund hafa unnið launalaust í þrjár vikur.
Predikun

Forvitni um Guð

Ekki veit ég hvernig Ritningarlestrarnir virka á þig. Ekki er hægt að neita því að lesnir eru fornir textar, svona 2000 til 3000 ára gamlir. Því ætti engum að bregða þó ekki sé allt auðskilið. En mannkynið hefur svo sem ekki breyst mikið þó að við tölum um miklar framfarir og það er raunin, tæknilegar framfarir. En textarnir segja frá miklum breytingum sem urðu með komu Jesú Krists þessa sunnudaga eftir þrettándann.
Predikun

Þú átt gott

Þrettán dagar jóla eru að baki og senn heilsar hann okkur með sínu gráa aðdráttarafli – sjálfur hversdagurinn.
Predikun

Hátíð lífsins

Á jólum hugleiðum við gjarnan hvað það er sem skiptir okkur máli og hvað það er sem gerir okkur að því sem við erum. Það er líka tilvalið að leiða hugann að því sem sameinar okkur á sjálfri hátíðinni.
Predikun

Tímabil

Nýtt tímabil er hafið. Þau eru svo sem í sífellu að lifna og deyja, þessi skeið sem ævi okkar samanstendur af. Tíminn er ólíkindatól og til að geta skilið hann og staðsett okkur í þeim mikla flaumi, skiptum tímanum upp í bil.
Predikun

Enn á ný höfum við litið nýtt ártal.

Enn á ný höfum við litið nýtt ártal. Víða um land var kveikt á blysum í fjallshlíðum eða öðrum áberandi stöðum með ártalinu 2018 sem breyttist svo í 2019 þegar klukkan sló 12 á miðnætti í gærkveldi. Á mörgum stöðum hringja líka kirkjuklukkurnar á mærum tveggja ára og minna á að árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.
Predikun

Fagnaðarlæti í miðju lagi

Nú á nýliðinni aðventu var að vanda mikið um dýrðir hér í Neskirkju. Meðal annars efndum við til hátíðar þar sem fermingarbörnin gegndu stóru hlutverki. Þau héldu á kertum, lásu texta og eitt þeirra, lék fyrir okkur metnaðarfullt verk á fiðlu.
Predikun

Merry Christmas…?

Merry Christmas!! I have no idea how many times the greeting “Merry Christmas” has been exchanged among people in the whole world over in the last couple of days. Even though people exchange Christmas greetings in hundreds of different ways and languages, the English phrase “Merry Christmas” must be the most common and popular of all.
Predikun

Ljós í myrkri

Boðskapur jólanna er aðalatriðið. Allt sem við gerum og undirbúum okkur fyrir á aðventunni byrjar og endar í þessum boðskap sem fátækir hirðar fengur fyrstir að heyra þegar þeir gættu hjarðar sinnar á Betlehemsvöllum.
Predikun

Hin himneska mótsögn

Fyrstu orð Biblíunnar segja frá sköpun heimsins. Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð. Guð sagði:„Verði ljós“ og það varð ljós. Orð Guðs varð uppspretta og upphaf alls. Þegar við heyrum jólaguðspjall Jóhannesar verða óneitanlega hugrenningartengsl okkar sterk við þessi upphafsorð Biblíunnar, og það er að sjálfsögðu engin tilviljun. Jóhannes guðspjallamaður er nefnilega að rita sína eigin sköpunarsögu. Þá sköpunarsögu sem tengist komu Jesú í heiminn.
Predikun