Trú.is

Að ná sér

Vart opnum við dagblað, hlýðum á ljósvakamiðla eða rennum okkur eftir yfirborði samskiptamiðlanna án þess að við lesum um þennan eða hinn sem er að ná sér.
Predikun

Opinberunarhátíð

Opinberunarhátíð er eins og morgunstund þegar maður gengur að glugganum og sviftir gluggtjöldunum til hliða og birtan flæðir inn til manns í herbergið. Nema að það er ekki fjöllin dásamlegu sem blasa við manni í náttúrunni heldur dýpt himinsins, undur og leyndardómar, sem blasa við augum.
Predikun

Lygi eða sannleikur?

Sagan um vitringana er ekki goðsaga heldur helgisaga. En er helgisagan lygi eða sannleikur?
Predikun

Framhald af jólaguðspjallinu

Þetta er mikil hættuför. Margir einstaklingar deyja á leiðinni. Þau hitta líka fullt af góðu og hjálpsömu fólki og alltaf er eins og “engill” komi þeim til bjargar á ögurstundu. Þegar stutt er eftir niður á höfn fæðist lítil stúlka í skítugu rúmi á enn skítugra herbergi gistihúss sem er að hruni komið. Þessi lita stúlka getur orðið frelsari heimsins ef hún lifir.
Predikun

Hamingjan er heimilisiðnaður

Hamingja er ekki slys eða tilviljun heldur afrakstur ákvörðunar og stefnu. Hamingjan er ákveðin og raunar ávöxtur ákvörðunar. Hamingjan er meðvitaður heimilisiðnaður.
Predikun

Tímaspan

Ekki bara finnum við stundirnar fæðast og deyja, þær flýta sér æ meir við þá iðju eftir því sem á ævi okkar sjálfra líður.
Predikun

Keflavík er ekki til

„Keflavík er ekki til“, ekki þessi sem hann segir frá í sögunni, enda er þetta ekki raunsönn lýsing á staðháttum hér. Þetta er saga hins hverfula, þess sem aldrei varð og hvarf í djúp tómlætis og brostinna vona.
Predikun

Áramót á 365 daga fresti

Ég held að við höfum gott af því að hafa áramót á 365 daga fresti, svona aðeins til að líta yfir farinn veg og íhuga það sem framundan er. Áramótin marka upphaf nýs tíma og gefur okkur eldmóð til að setja okkur markmið og kraft til þess að breyta og bæta siði okkar og hegðun þar sem það á við.
Predikun

Ár virðingar og friðar

Á nýju ári skulum við strengja þess heit að bera virðingu fyrir fólki og skoðunum þess. Að treysta því að fólk beri gott fram úr góðum sjóði hjarta síns en sé ekki vænt um óheiðarleika eða hagsmunapot. Ef við viljum raunverulega betra þjóðfélag og persónulegt líf þá byrjum við hvert og eitt á huga okkar.
Predikun

Enn er náðartíð

Á þessum áramótum megum við einnig biðja. „herra lát það standa enn þetta ár“. Þurfum við ef til vill á því að halda að skoða okkar fíkjutré nú í kvöld, hvers konar ávexti ber það? Er kannski eitthvað í okkar lífi sem er ógert eða jafnvel óuppgert sem við þurfum að fá tækifæri til að hreinsa, bæta eða framkvæma. Þá er gott að minnast þessarar bænar Jesú um að enn er náðartíð.
Predikun

„tómarÁ“

Tómará- segir þetta orð þér eitthvað? Líklega ekki. Það er svo margt í þessari veröld sem hefur enga merkingu, en við leitum eftir að ljá meiningu eða tilgangi í stundum meiningarlausa veröld. Kappkostum að staga í göt hugmynda okkar um lífið og tilveruna þannig að við missum ekki af neinu. Þannig er því farið með svo margt í okkar daglega lífi.
Predikun