Trú.is

Hvorki úr grjóti né tré

Loks er jatan táknið um þann stað þar sem fjársjóðir okkar liggja. Hún lýsir hjarta hins kristna manns
Predikun

Þú ljúfa liljurósin

Nú er runnin upp hátíð og hátíðin er engin venjuleg tíð. Við heyrum það svo vel í sálminum fallega sem kórfélagar hafa sungið inn í predikunina hvað hátíðin felur í sér.
Predikun

Jólaboðskapur Lúkasar og Matthíasar

Jólaræða flutt í Glerárkirkju við miðnæturmessu á jólanótt 2013 en upphaflega í Grundarkirkju 2010. Jólaboðskapur Lúkasar hugleiddur í tengslum við æskuminningu Matthíasar Jochumssonar í jólaljóði hans frá 1891. Það er mögnuð útlegging á jólaboðskapnum þar sem Matthías biður jólabarnið að snerta sig.
Predikun

Upphaf gleðinnar

Jólin eru stundum nefnd hátíð barnanna. Á þessu kvöldi megum við vera eins og börn þó við séum fullorðin. Við viljum vera góð eins og Berta. Í kvöld þráum við nærveru þeirra sem okkur eru kærastir og við þráum frið í sál og heimi. Á þessu kvöldi er veröldin eins nálægt því að vera fullkomin og mögulegt er. Tilfinningar bærast í brjóstum okkar, jafnvel andstæðar tilfinningar eins og gleði og sorg.
Predikun

Skeitari með tilboð

Gleðilega jólahátíð! Já, jólin er gengin inn um hlaðvarpa hugans. Eitthvað sem ætti ekki að koma okkur á óvart. Dagar og vikur síðan jólaljósin voru sett upp enn lengra síðan að farið var að huga að jólahlaðborðunum, því vel skyldi gera við sig í aðdraganda jóla á jólaföstunni. Ekki sé talað um á jólunum sjálfum og er það vel.
Predikun

Mamma Malaví

Það er í anda guðspjallsins að við berjumst á móti fátæktinni með gjafmildi, vandaðri þróunaraðstoð og samstillingu hjartnanna og horfumst í augu við þær manneskjur sem búa við sístu kjörin á jörðu.
Predikun

Fann Jesúbarnið í kirkjugarðinum

Ég veit að ykkur finnst kannski mjög undarlegt að heyra mig segja frá því hvar ég mætti jólabarninu fyrst á þessari aðventu og hvar ég fann ylinn frá því og þennan þykka kærleika sem er næsta áþreifanlegur. Ég fann það hér upp í kirkjugarði þar sem ég átti stund með foreldrum sex barna og ungmenna sem hafa kvatt þennan heim á síðustu tveimur árum
Predikun

Myrkrið hopar

Það sem er í mínum huga sérstakast við hirðana, er einmitt þetta: Það er ekkert sérstakt við þá! Hirðarnir eru blátt áfram nauðavenjulegir menn að sinna ennþá venjulegri verkum, því sem þeir þurftu að gera til að draga fram lífið og sinna skyldum sínum, eins og alla aðra daga.
Predikun

Leitin að tilganginum

Nýverið kynntist ég ungum manni sem lifir við takmarkanir sem flestum okkar eru framandi. Saga hans er merkileg og hann hefur gefið mér leyfi til að segja ykkur hana. Fyrir nokkrum árum varð þessi maður fyrir hræðilegu slysi og lamaðist fyrir neðan mitti. Að lenda í slíku er áfall fyrir allt fólk en fyrir ungan mann sem lifir fyrir ævintýraleg ferðalög og snjóbrettarennsli er það slíkt reiðarslag að lífið hættir að vera sjálfgefið.
Predikun

Engin sátt án sannleika

Nelson Mandela var stór manneskja í öllum skilningi orðsins. Hann er innblástur öllum sem trúa á að kærleikur og mannvirðing séu hin æðstu gildi samfélagins.
Predikun