Trú.is

Fyrirgefning er stórmál

Lögmaður ritaði lesendabréf um þau mál í sumar og hafði það á orði að það væri í anda kristinnar siðfræði að veita slíka fyrirgefningu. Þar sást honum þó yfir mikilvægt atriði, nefnilega að í kristinni trú fer því fjarri að sú kvöð sé lögð á fólk sem beitt hefur verið órétti að það fyrirgefi.
Predikun

Þú ert frábær

Þegar áföllin dynja yfir, reiðhjólaslys, óðir menn keyra í morðæði inn í hópa saklauss fólks eða stinga hnífum sínum í grandalausa vegfarendur er Guð ekki áhorfandi. Guð er þar. Guð kom, kemur og mun koma. Guð birtist í setningu á Grandavegi: Þú ert frábær.
Predikun

Siðbót í samtíð

Nú þurfum við siðbót í samtíð. Við verðum að geta sagt að þjóðfélagið okkar byggi enn á kristnum kærleiksboðskap. Ef við getum sagt það, þá hefur orðið siðbót í samtíð. Minnum hvert annað á gullnu regluna um að sýna öðrum það sem við viljum að okkur sé sýnt. Berum virðingu fyrir mannslífi stóru sem smáu og stöndum saman um að efla kirkjuna í heimabyggð okkar.
Predikun

Íslenskar siðbótarkonur!

Ég fylltist eldmóði yfir því að við yrðum að finna slíkar konur hér á landi líka og hvatti sagnfræðinga til rannsókna.
Pistill

Skipperinn í Skálholti

Á að reisa safn yfir fornleifauppgröftinn sunnan kirkjunnar? Á að efla hótelrekstur í Skálholti? Á að taka gjald af bílastæðum? Á að byggja bókasafn? Hvernig ætti að fjármagna uppbyggingu? Hvernig varðveitum við best sögu og helgi staðarins? Og hvernig má auka samstarf við heimamenn í Biskupstungum og uppsveitum Árnessýslu um Skálholtsstað? Við ferðaskrifstofur? Við ríkisvaldið? Þannig mætti lengi spyrja.
Pistill

Eigum við að hafa kveikt eða slökkt? – Hólaskýrslan

Það var góður andi og mikið sólskin á þessari ráðstefnu. Þarna mættist ólíkt fólk, kristnir menn og guðfræðingar, sálfræðingar, heiðingjar, trúleysingjar og trúarleg viðrini, og talaði saman af einlægni og virðingu. Hvernig metum við hið ómetanlega? Með því meðal annars að meta hvert annað að verðleikum.
Pistill

Við spegilinn

Auðvitað samþykkjum við ekki að fólk noti rjóðrin í Selskógi sem salerni, hvað þá að það aflífi lamb í Breiðdalnum, en um leið gerir spegillinn okkur auðmjúk.
Predikun

Guð hvað mér líður illa

Enginn má predika, jafnvel ekki þegar hann predikar. Það hefur meiri áhrif að spyrja rétt en að svara rétt. Svörin sitja eftir í hugskoti þess sem tekur við, stundum jafnvel enn fleiri spurningar.
Predikun

Útialtarið á Esjubergi – ný leið farin

Slóð Karolina Fund þar sem söfnun fyrir útialtarinu á Esjubergi stendur yfir er: https://www.karolinafund.com/project/view/1625 Lesendur eru hvattir til að leggja í púkkið og dreifa slóðinni. Hver einstaklingur er í þessu efni áhrifamaður í sínum vina- og kunningjahóp – og sömuleiðis í sinni fjölskyldu.
Pistill

Skálholtsskóli hinn nýi 45 ára - hvert stefnir í Skálholti?

Væri ekki vel við hæfi nú þegar 45 ár eru liðin frá því að skólahald hófst að nýju í Skálholti, að efla á ný staðinn með samstilltu átaki kirkju og þjóðar?
Pistill

Nokkur orð um tímann

„Hann á að vaxa en ég að minnka”. Þessi orð eru í raun yfirlýsing hvers þess leiðtoga sem vinnur að köllun og æðri sannfæringu. Það er vitundin sem býr í brjósti okkar allra að vera hluti af einhverju því sem er æðra, dýpra og meira en við sjálf.
Predikun

Geirsstaðir og heimskan

Rétt eins og hjá Korintubúunum sem Páll postuli skrifar til í pistli dagsins, var það fólk úr hópi íslenskrar alþýðu sem bar kristnina til landsins.
Predikun