Trú.is

Ljósastika Krists og ábyrgðin sem henni fylgir

Við getum ekki falið okkur eða gjörðir okkar því að þegar öllu er á botninn hvolft að þá er ekkert sem verður eigi opinberað af ljósinu sem er Jesús Kristur. Jesús sér okkur, þekkir okkur og hvað er í hjartanu okkar. En valið er í okkar höndum.
Predikun

Tarfurinn og stúlkan

Þannig endurspeglar sjálfsprottin listin í fjármálahverfinu þessar tvær ólíku hliðar mannlífs og samfélags. Árið 2017 setti baráttufólk fyrir bættu jafnrétti kynjanna styttu af óttalausu stúlkunni, beint fyrir framan tarfinn. Hún var eins og mótvægi við ruddalegt aflið sem heimurinn hefur fengið svo oft að kynnast. Síðar var hún færð þaðan eftir þrýsting en fótsporin hennar eru enn í stéttinni.
Predikun

Trúin er ávallt leitandi

Við finnum það á svona textum hve rangt það er þegar manneskjan setur sig á háan hest á grundvelli trúar sinnar. Einkenni trúarinnar hjá hinum nýja manni, ef við vísum í orðalag postulans, þá er hún ávallt leitandi, auðmjúk, mild, gæskurík og þjónandi.
Predikun

Lífið er helgileikur

Við höfum einmitt litið stundarkorn frá tíðindum hversdagsins, að styttu Einars Jónssonar sem einhver furðufuglinn málaði gylltum lit nú á dögunum. Í anda þess næma raunsæis sem einkennir verk listamannsins er dregin upp mynd af hlutskipti hinna jaðarsettu og brottræku úr samfélagi fólks hér forðum. Útlaginn ber látna konu sína á bakinu, með barnið í fanginu og á undan gengur hundurinn.
Predikun

Af hverju trúir þú á Guð?

Fólk spyr oft: „Af hverju trúir þú á Guð? Af hverju trúir þú á Jesú? Svo þurfum við að réttlæta trú okkar. Ég hef fengið þessar spurningar oft og mörgum sinnum, bæði þegar ég var í guðfræði og eftir að ég vígðist til prests hér í Vík. Ég trúi vegna þess að ég er fullviss um að eitthvað stórkostlegt hafi átt sér stað fyrir um 2000 árum síðan. Ég trúi að Jesús Kristur hafi risið upp frá dauðum. Án upprisunnar værum við ekki hér saman komin. Án hennar væri engin kirkja og engin trú.
Predikun

Stundum er bænin eina leiðin

Þetta gætu verið skilaboð frá Lýðheilsustöð eða Landlækni, skilaboð frá skólayfirvöldum eða skátunum. Biblían er uppfull af slíkum hvatningarorðum, sístæðum sannleika um það sem mikilvægt er í mannlífinu, mikilvægt er fyrir mann og heim.
Predikun

Orðið

Þetta var eitt þeirra hugtaka sem hún átti eftir að breyta þegar hún hafði til þess vit og þroska. Sigurganga þessarar konu á hennar löngu ævi fólst í því að móta tungumál þeirra sem ekki gátu heyrt. Það var til marks um merkan áfanga á þeirri vegferð þegar nafni skólans var breytt. Orð kom í stað orðs – skólinn var ekki fyrir málleysingja heldur heyrnarlausa.
Predikun

Orð hafa áhrif

Hér lesum við um fólk sem fær köllun í lífi sínu og hún breytir öllu. En Biblían fjallar ekki aðeins um persónur og leikendur. Hún mótar ekki síður líf lesendanna. Hún mótar heilu samfélögin. Þegar við gefum gaum að þeim sem hafa farið halloka í lífinu þá er það í samræmi við orð Biblíunnar. Þegar við hlúum að hinum veikburða og smáu þá lifum við í anda Jesú. Sum okkar tengjum þá mannúð og mildi ekki við kristna trú. En textarnir birta okkur einmitt mynd af slíku fólki, bjargvættum sem fengu óvænta köllun og leiddu af sér blessun. Sum úr þessum hópi hafi meir að segja lagt sig fram um að halda Biblíunni frá börnum og ungmennum hér á landi.
Predikun

Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau

Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Predikun

Þurfa karlmenn baráttudag?

Nú á dögunum var kvennafrídagurinn haldinn þar sem konur og kvár um allt land, þar á meðal hér í Vík, lögðu niður störf sín, mótmæltu feðraveldinu og kröfðust jafnréttis fyrir kynin. Háværar raddir karlmanna heyrðust um allt land, ýmist í fréttamiðlum eða á samfélagsmiðlum, um baráttuna. Vissulega voru margir karlmenn stuðningsríkir við hana og er það mjög gott mál. Aðrir voru það hins vegar ekki og nefndu jafnvel sumir að þetta væri vitleysa
Predikun

Vegferðin með Jesú getur fyllt lífið tilgangi og merkingu

Stundum finnst mér eins og ein helsta áskorun nútímans sé fólgin í því að börn, unglingar og fólk almennt fái ekki að bera almennilega ábyrgð, eða hafa hlutverki að gegna, hlutverki sem skiptir máli. Á þessum akri, sem Jesús vísar til, er ávallt þörf fyrir fleiri verkamenn. Ef þú ert tilbúinn að fá hlutverk og axla ábyrgð, þá vill Jesús nýta krafta þína til góðs.
Predikun

Orð

Og markmið okkar kannski það að miðla áfram okkar bestu frásögum til komandi kynslóða. Frásögum og orðum sem veita nýtt upphaf, sem veita nýja möguleika, sem reisa okkur við er við föllum, sem gera alla hluti nýja.
Pistill