Með heimsendi á heilanum
Heimsendir þarf þó ekki endilega að merkja það að veröldin sem slík líði öll undir lok. Hann getur verið endir á einu skeiði, heimsmynd, jafnvel hugmyndaheimi þar sem ákveðnir þættir voru teknir gildir og forsendur sem áður höfðu legið til grundavallar þekkingu og afstöðu, viku fyrir öðrum forsendum.
Skúli Sigurður Ólafsson
5.12.2021
5.12.2021
Predikun
Hippókrates, loftslagsváin og ölmusa sköpunarinnar
Þær ógnir, sem steðja að sköpuninni, krefjast þess í raun að allur heimurinn sé samtaka um að leita allra leiða til að hætta öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda og umbreyta menningu okkar og hugsunarhætti í átt til sjálfbærni, þar sem efnahagur, náttúruvernd og félagsleg velferð haldast í hendur.
Það mætti hugsa sér þetta þannig að öll stjórnvöld, öll fyrirtæki, allir jarðarbúar myndu breyta í samræmi við eftirfarandi grein hins upprunalega læknaeiðs sem kenndur er við Hippókrates:
Ég heiti því að beita læknisaðgerðum til líknar sjúkum, eftir því sem ég hef vit á og getu til, en aldrei í því skyni að valda miska eða tjóni.
Fyrsta hluta málsgreinarinnar mætti þá umorða svo úr yrði eftirfarandi eiður og markmiðsyfirlýsing:
Ég heiti því að breyta þannig í hvívetna, eftir því sem ég hef vit á og getu til, að það verði náttúrunni og samfélagi manna til gagns en aldrei í því skyni að valda miska eða tjóni.
Þar með myndum við gangast við því hlutverki sem Guð ætlaði manninum að sinna skv. 1Mós 2.15: „Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans.“
Jón Ásgeir Sigurvinsson
7.11.2021
7.11.2021
Predikun
Hreinskilni
Á miðvikudag eftir hádegi keyrði ég sem leið lá frá heimili mínu á Kársnesinu til Hafnarfjarðarkirkju. . Þá kveikti ég á gufunni og hlustaði á athyglisvert viðtal við konu á Akureyri sem rekur þar kaffihús, eða starfar þar. Ég bara man það ekki, hvort er. Þegar hún var búinn að vinna þar um langt skeið þá fór hún að velta fyrir sér hvort hún gæti ekki gert eitthvað annað við afgangs matinn en að henda honum í ruslið.
Sighvatur Karlsson
3.10.2021
3.10.2021
Predikun
Í stormi
Ræða flutt á sjómannadegi fyrir nokkrum árum. Íhugunarefni eru textar sjómannadagsins. Upphafsbæn er sjóferðarbæn sem Jón Oddgeir Guðmundsson hefur komið á framfæri við marga sjómenn saminn af Sigurbirni Einarssyni, biskupi. Jón Oddgeir var heiðraður á héraðsfundi Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis 2021 fyrir óeigingjarnt starf sitt í þágu kirkju og kristni m.a. útgáfu á bílabæn og sjóferðarbæn, sem víða má sjá.
Guðmundur Guðmundsson
6.6.2021
6.6.2021
Predikun
"Og þá verður saltvatnið heilnæmt og allt sem lifir og hrærist, hvar svo sem fljótið streymir, mun lifa" (Esek 47.8-9)
Í skýrslu World Wide Fund for Nature, sem áður var nefnd, er hnignun á líffræðilegum fjölbreytileika aðalumfjöllunarefnið. Þar kemur fram að líffræðilegur fjölbreytileiki leiki m.a. lykilhlutverk í því að hafa stjórn á veðurfari, vatnsgæðum, mengun, frjóvgun og flóðavörnum. Mikill fjölbreytileiki geti einnig hjálpað til við að viðhalda heilbrigðum jarðvegi, frjóvga plöntur, hreinsa vatn, og veita vörn gegn öfgafullum veðurfarsfyrirbrigðum.
Það er íhugunarvert að á meðan Esekíel sér fyrir sér að hreinsun vatnsins leiði til líffræðilegs fjölbreytileika, þá kemst náttúrufræðin að þeirri niðurstöðu að ekki aðeins sé hreint vatn forsenda fyrir líffræðilegum fjölbreytileika heldur einnig geti fjölbreytileikinn tryggt hreinleika vatnsins. Þannig geta nútímavísindi sýnt með nákvæmum hætti fram á hve samofið allt lífkerfið er og hve jafnvægi sköpunarinnar er viðkvæmt.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
13.9.2020
13.9.2020
Predikun
Vatnið og tuttugasta og þyrsta öldin
Allt líf þarfnast vatns og við þurfum að gæta þess. Sigurður Árni Þórðarson, Hallgrímskirkjuprestur, hefur mikinn áhuga á vatni. Á þriðjudögum í hádeginu talar hann um vatn í veröldinni, menningu, trúarbrögðum og framtíð. Hljóðskrá er einnig á https://www.hallgrimskirkja.is/2020/09/16/vatnid-og-tuttugasta-og-thyrsta-oldin/
Sigurður Árni Þórðarson
15.9.2020
15.9.2020
Pistill
Síðustu jól
Síðustu jól gætu reynst söguleg í þeim skilningi einnig. Mögulega rifjum við þau upp síðar með svipuðu hugarfari og við gerðum um svörtu jólin á sínum tíma – sem endi á tilteknu skeiði.
Skúli Sigurður Ólafsson
12.1.2020
12.1.2020
Predikun
Fang að hvíla í
Barnið fékk fang til að hvíla í, ást, umhyggju. Þetta eru mannréttindi og til þeirra erum við borin en það hafa ekki allir mannréttindi, ekkert fang, hvorki að hvíla í né ríkisfang. Jólasagan dregur upp mynd af hvað er nauðsynlegt til að mennskan dafni í þessari veröld. Umhyggja, staður að vera á , fang til að hvíla í...
Irma Sjöfn Óskarsdóttir
24.12.2019
24.12.2019
Predikun
Tímabil sköpunarverksins
Nýtt tækifæri, ný von. Trú á að verkefnið vinnist. Við þurfum á trú að halda núna þegar við erum í kapphlaupi við tímann um að snúa vörn í sókn í loftslagsmálum.
Agnes Sigurðardóttir
1.9.2019
1.9.2019
Predikun
Jesús gefur okkur hlutdeild í upprisu sinni
Kristin trú getur hjálpað okkur við það verkefni vegna þess að kristin trú er trú vonar og kærleika. Hún er trú hugarfarsins sem eru grunnur verkanna. Hún er trú ábyrgðar gagnvart öllu því sem skapað er. Hún er trú ljóssins og lífsins.
Agnes Sigurðardóttir
21.4.2019
21.4.2019
Predikun
Færslur samtals: 10