Trú.is

Laun og náð Guðs

Hvaða gagn hefur maðurinn af öllu erfiði sínu sem hann streitist við undir sólinni? spyr Prédikarinn… Það er augljóst að hann er ekki að spurja um… gagnsemi stritsins… á meðan maðurinn lifir… heldur er hann að velta fyrir sér… hvaða gagn maðurinn hafi af stritinu eftir dauðann… þegar sá sem stritaði er horfinn af jörðinni…
Predikun

Skírn Jesú

Guðspjallið sagði frá því þegar Jóhannes skírði Jesú. Í raun og veru var það Guð sem sá um þessa skírn því himinninn opnaðist, rödd Guðs staðfesti að Jesús væri sonur hans og heilagur andi sveif yfir.
Predikun

Hvað verður um mig?

Mörg erum við svo lánsöm að eiga vini eða fjölskyldu að leita til. Fagfólk á sviði virkrar hlustunar, svo sem sálfræðingar og prestar, geta líka ljáð eyra þegar á reynir. Trúað fólk á sér þar að auki ómetanlega hjálp í traustinu til Guðs, að Guð muni endurnýja lífið.
Predikun

Víngarðseigandi og verkamenn

Þegar við yfirgefum kirkjuna þá förum við út á torg lífsins. Þar heldur guðsþjónustan áfram. Þjónusta við Guð og sköpun hans. Þjónusta við samferðamenn okkar. Þjónusta í kærleika. Allt líf er þannig þjónusta. Allt líf er bæn. Allt líf er lofgjörð. Við erum verkamenn Guðs. Biðum fyrir betri heimi! Lofum það sem við höfum og vonum að allt verði gott og Guð muni gjalda okkur laun sín í fyllingu tímans. Náð Guðs er mikil.
Predikun

Sömu laun óháð vinnuframlagi?

Ef við hugsum um Guð sem veitanda, veitanda lífsins og vinnunnar við það, fáum við meiri heildarmynd á þetta allt saman heldur en ef við sjáum okkur bara hvert og eitt í okkar horni að puða. Ef Guð er vinnuveitandinn þá er heimurinn allur einn vinnustaður og við hvert öðru háð.
Predikun

Við fáum sömu laun.

Ef Víngarðseigandinn hefði borgað FYRST þeim sem unnu lengst, þá hefðu allir farið ánægðir heim... Ekkert vesen... EN... Víngarðseigandinn sem táknar GUÐ í sögunni... var með ákveðin skilaboð til okkar.... sagan er sögð til að láta okkur vita að við fáum öll jafnt.
Predikun

Fair Play

Leikir og reglur eru nefnilega nátengd. Börn á velli með bolta hefja undireins einhvers konar löggjöf áður en fjörið hefst. Hvenær er boltinn út af, má taka hann með hendi, hvað þarf að skora mörg mörk til að vinna? Og þetta samband birtist furðuvíða þegar betur er að gáð. Ég vil að börnin mín gangi sinna leiða og ef þau eru lúin getur verið erfitt að koma þeim úr sporunum. Hvað er þá til ráða? Jú, við setjum reglur, finnum eitthvað sem er bannað og þá fara fæturnir að hreyfast! Leikurinn: „Bannað að stíga á strik“ hefur reynst góður samgönguhvati. Er það ekki merkilegt, um leið og eitthvað verður bannað, þá færist fjör í leikinn?
Predikun

Að grafa holu

Hræðslan ekki góður förunautur á vegferð okkar í gegnum lífið. Þá gröfum við holur og ef við setjum ekki talenturnar í þær þá skríðum við sjálf þar ofan í og bíðum átekta.
Predikun

Guðleg náð og mannleg öfund

Fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu, A textaröð, guðspjall Mt. 20. 1-16. Ég benti á að eftir þessari dæmisögu væri óráðlegt að láta Jesú semja um laun sín vegna þess að hann ruglar alla taxta í mannlegu samfélagi. Það var ekki erindi hans heldur að kenna okkur að lifa í náð.
Predikun

Horft fram um veg við upphaf doktorsnáms

Tilefni þessarar prédikunar er doktorsstyrkur sem mér hefur hlotnast við Árósarháskóla á sviði nýjatestamentisfræða. Ég hef þar störf í næsta mánuði og lýk námi við upphaf árs 2019. Með þessu tækifæri rætist draumur minn um framhaldsnám en áhugi minn á fræðasviði biblíufræða kviknaði í kennslu próf. Jóns Ma. Ásgeirssonar heitins.
Predikun

Ár ljóss og jarðvegs

Það eykst sem af er gefið. Og við getum jafnvel gefið inn í framtíðina með því að skrá okkur á vef landlæknisembættisins sem líffæragjafa. Þannig gæti jafnvel hold, sem ella yrði að mold, orðið öðrum til lífgjafar við ákveðnar aðstæður. Hvernig við síðan rísum upp af jörðu við enda daganna er ekki okkar að sjá fyrir. Guð einn veit – og Guði treystum við.
Predikun

Þú, ég og fjarskylda frænkan í Biblíunni

Biblían er ekki texti sem við lesum frá upphafi til enda, hún er ekki einsleit í stíl og uppbyggingu, hún er samansett af textum úr ólíkum áttum frá ólíkum tíma. Aðferðafræði kristins fólks er að nálgast texta Biblíunnar í gegnum aðra texta hennar, þannig að Biblían verður gleraugun sem við lesum Biblíuna með.
Predikun