Trú.is

Biðraðir

En þessi lífsreyndi hugsuður, Predikarinn, hefur augljóslega séð þetta allt. Hann hefur heyrt siguróp hinna fremstu, séð glampann í augum hinna vinsælu, skynjað hvernig þau geisla af gleði sem tróna yfir öðru fólki. Og um leið hefur hann lært það hversu fallvöld gæfan er. Hann veit að ekki er allt gull sem glóir í þessum efnum. Farældin er að hans mati fólgin í öðrum þáttum:
Predikun

Minningarkirkjan

Og Minningarkirkjan hefur eins og vegghleðslur Áslaugar, tvíbenta merkingu. Boðskapurinn hennar vísar ekki aðeins til vonsku heimsins. Rústirnar fela líka í sér von um að þrátt fyrir eyðingu og eld þá taki við tímar endurreisnar. Klukkurnar í kirkjuturninum þykja þær hljómfegurstu í borginni. Á þeirri stærstu er áletrun úr spádómsriti Jesaja: „Borgirnar yðar eru brenndar (Jes. 1.7). En hjálpræði mitt er ævarandi og réttlæti mitt líður ekki undir lok“ (Jes. 51.6).
Predikun

Daglaun guðlegs réttlætis

En sagan segir okkur einnig að hugmyndir mannlegs samfélags um réttlæti eru víðs fjarri guðlegu réttlæti og þar með þeirri kröfu, sem Guð gerir og kemur svo víða fram í Ritningunni, um að elska náungann eins og sjálfan sig, sem merkir að koma fram við annað fólk af virðingu og láta sér umhugað um hag þess, að grundvallarþörfum þess sé fullnægt. Þess vegna greiðir víngarðseigandinn líka þeim sem unnu einn tíma full daglaun, vegna þess að honum er umhugað um að þeir fái það sem þeir þarfnast til þess að sjá sér farborða, því að grundvallarþarfirnar eru þær sömu hjá öllum manneskjum, hvort sem þær eru forstjórar eða ræstingafólk.
Predikun

Fer það í taugarnar á þér að Guð skuli vera góður?

Dæmisagan miðlar sem sagt því að guðsríkið lýtur öðrum lögmálum en ríkja í mannheimum. Þar gilda ekki sömu forsendur og í daglegu lífi okkar hér á jörðu, vegna þess að gæska Guðs, er miklu ríkari en nokkur getur ímyndað sér.
Predikun

Laun og náð Guðs

Hvaða gagn hefur maðurinn af öllu erfiði sínu sem hann streitist við undir sólinni? spyr Prédikarinn… Það er augljóst að hann er ekki að spurja um… gagnsemi stritsins… á meðan maðurinn lifir… heldur er hann að velta fyrir sér… hvaða gagn maðurinn hafi af stritinu eftir dauðann… þegar sá sem stritaði er horfinn af jörðinni…
Predikun

Skírn Jesú

Guðspjallið sagði frá því þegar Jóhannes skírði Jesú. Í raun og veru var það Guð sem sá um þessa skírn því himinninn opnaðist, rödd Guðs staðfesti að Jesús væri sonur hans og heilagur andi sveif yfir.
Predikun

Hvað verður um mig?

Mörg erum við svo lánsöm að eiga vini eða fjölskyldu að leita til. Fagfólk á sviði virkrar hlustunar, svo sem sálfræðingar og prestar, geta líka ljáð eyra þegar á reynir. Trúað fólk á sér þar að auki ómetanlega hjálp í traustinu til Guðs, að Guð muni endurnýja lífið.
Predikun

Víngarðseigandi og verkamenn

Þegar við yfirgefum kirkjuna þá förum við út á torg lífsins. Þar heldur guðsþjónustan áfram. Þjónusta við Guð og sköpun hans. Þjónusta við samferðamenn okkar. Þjónusta í kærleika. Allt líf er þannig þjónusta. Allt líf er bæn. Allt líf er lofgjörð. Við erum verkamenn Guðs. Biðum fyrir betri heimi! Lofum það sem við höfum og vonum að allt verði gott og Guð muni gjalda okkur laun sín í fyllingu tímans. Náð Guðs er mikil.
Predikun

Sömu laun óháð vinnuframlagi?

Ef við hugsum um Guð sem veitanda, veitanda lífsins og vinnunnar við það, fáum við meiri heildarmynd á þetta allt saman heldur en ef við sjáum okkur bara hvert og eitt í okkar horni að puða. Ef Guð er vinnuveitandinn þá er heimurinn allur einn vinnustaður og við hvert öðru háð.
Predikun

Við fáum sömu laun.

Ef Víngarðseigandinn hefði borgað FYRST þeim sem unnu lengst, þá hefðu allir farið ánægðir heim... Ekkert vesen... EN... Víngarðseigandinn sem táknar GUÐ í sögunni... var með ákveðin skilaboð til okkar.... sagan er sögð til að láta okkur vita að við fáum öll jafnt.
Predikun

Fair Play

Leikir og reglur eru nefnilega nátengd. Börn á velli með bolta hefja undireins einhvers konar löggjöf áður en fjörið hefst. Hvenær er boltinn út af, má taka hann með hendi, hvað þarf að skora mörg mörk til að vinna? Og þetta samband birtist furðuvíða þegar betur er að gáð. Ég vil að börnin mín gangi sinna leiða og ef þau eru lúin getur verið erfitt að koma þeim úr sporunum. Hvað er þá til ráða? Jú, við setjum reglur, finnum eitthvað sem er bannað og þá fara fæturnir að hreyfast! Leikurinn: „Bannað að stíga á strik“ hefur reynst góður samgönguhvati. Er það ekki merkilegt, um leið og eitthvað verður bannað, þá færist fjör í leikinn?
Predikun

Að grafa holu

Hræðslan ekki góður förunautur á vegferð okkar í gegnum lífið. Þá gröfum við holur og ef við setjum ekki talenturnar í þær þá skríðum við sjálf þar ofan í og bíðum átekta.
Predikun