Trú.is

Treystið Guði

Páll hvatti menn til að treysta Guði algerlega. Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði, með bæn og beiðni og þakkargjörð… Hafið ekki áhyggjur af morgundeginum, sagði Jesús. Treystið Guði og hann mun vel fyrir sjá.
Predikun

Hvatningarorð heilags anda

Ég trúi því að nærvera andans í okkar lífum geti verið allt að áþreifanleg og geti birst okkur ljóslifandi þegar við leitum hennar. Og ég trúi því að ef við á annað borð opnum fyrir möguleikann á að heilagur andi sé okkur nálægur og gangi lífsgönguna við hlið okkar að þá getum við eins gert ráð fyrir að þessi sami æðri kraftur muni hafi jákvæð áhrif á okkur, að hann veiti okkur eitthvað sem við gátum ekki skapað sjálf - að hann geri okkur auðmjúkari, þakklátari, nægjusamari og hógværari. Og að þessi náðargjöf sé okkur afhent án allra kvaða.
Predikun

Endir allra hluta er í nánd. Verið því gætin og algáð til bæna.

Í bæninni okkar, Faðir vor, biðjum við Guð að fyrirgefa okkur “vorar skuldir” þe fyrirgefa okkur það sem við höfum gert rangt… og hjálpa okkur svo að við getum fyrirgefið þeim sem gera illt á okkar hlut… “að fyrirgefa vorum skuldunautum”… sá sem á kærleika á auðveldara með að fyrirgefa og sá sem fyrirgefur – honum verður fyrirgefið…
Predikun

Heilagur andi og tækni nútímans

Það sem mér finnst vera spennandi við heilagan anda er sú staðreynd á hverjum tíma frá einni kynslóð til annarar þá mun hann færa kenningar Jesú í spennandi búning fyrir nýja tíma. Sjáið þið bara hvað hefur gerst hjá þjóðkirkjunni hér á landi og annars staðar í kirkjulegu samhengi á norðurlöndum og víðar á þessum veirutíma. Í stað þess að fólkið færi til kirkju þá fór kirkjan til fólksins með boðskap sinn og nýtti sér nýjustu tækni í því skyni á netinu sem féll í góðan jarðveg ekki síst hjá unga fólkinu. Kirkjan bauð upp á streymis bæna og helgistundir af ýmsu tagi og börnin fengu sunnudagaskólann í viðtækin sín heima.
Predikun

Bústaður

Og nú erum við stödd í Bústaðakirkju. Bústaðir hét bærinn hér austast í holtinu þar sem hallar undir Elliðaár. Fátt, ef nokkuð, vitum við um fólkið sem hér átti heima, öld fram af öld. Ólíkt var hér um að litast, þá og nú. En hér erum við og heyrum lesinn enn eldri texta um bústað: Bústaður minn verður hjá þeim og ég verð Guð þeirra og þeir verða þjóð mín.
Predikun

Gleðilegan mæðradag!

Engu að síður er hér margt sem heimfæra má á móðurhlutverkið og er jafnvel lýsing á ,,bestu mömmu í heimi” eins og börnin okkar hafa sjálfsagt oft kallað okkur, eða við okkar eigin móður. Við gætum líka sett okkur þessi heilræði postulans sem markmið: Sem móðir vil ég vera gætin og heil og sönn í fyrirbæn fyrir börnunum mínum. Ég vil umfram allt hafa brennandi kærleika til þeirra hvernig svo sem líf þeirra veltist ,,því að kærleikur hylur fjölda synda.”
Predikun

Allt þarf sinn tíma

Bænin er öflugt hjálpartæki. Dýrmæt gjöf frá Guði þar sem við getum nálgast kærleika Guðs. Í bæninni getum við gefið Guði það sem við skiljum ekki eða stýrum ekki og náð sátt. Þangað getum við sótt hugrekki og styrk. Kraft til þess að gera það sem við getum ekki sjálf.
Predikun

Guðslömbin

Kraftaverk hvítasunnunnar er líka af þessum toga. Í því sameinast það fallega, eðlilega, góða, sigur lífsins og nærvera hins heilaga, sem hvert og eitt okkar á aðgang að - alveg eins og við fengum öll aðgang að undrinu að Syðri-Hofdölum í heilan sólarhring.
Predikun

Burður og bæn í beinni

Sveitaferðir eru ómissandi hluti af vori leikskólabarna. Íslensku þjóðinni var boðið í eina slíka, nánar tiltekið var okkur boðið að fylgjast með sauðburði að Syðri-Hofdölum í Skagafirði í heilan sólarhring. Þessi sveitaferð átti meira að segja sitt eigið hashtagg.
Predikun

Í ofsa og ógn

Guð er líka á grensunni, neðst og meðal fanganna.
Predikun

Til hvers er þetta hús?

Við þurfum virðingu og heildarsýn á manneskjuna og lífið, þau öfl sem ráð för í mannlegum samskiptum. Við þörfnumst ekki aðeins þekkingar og upplýsinga, heldur líka innsýn í djúpin, myrkrin og ógnina, og birtuna og gleðina, vonina og náðina í lífinu.
Predikun

Afi Jesú

Vegna samfélagsáfalla, vegna náttúrumengunar og sára á líkama Krists er upp runnið nýtt skeið í veraldarsögunni, skeið Heilags Anda. Nú er þörf guðfræði og lækninga, sem tekur sárin alvarlega.
Predikun