Trú.is

Vegferðin með Jesú getur fyllt lífið tilgangi og merkingu

Stundum finnst mér eins og ein helsta áskorun nútímans sé fólgin í því að börn, unglingar og fólk almennt fái ekki að bera almennilega ábyrgð, eða hafa hlutverki að gegna, hlutverki sem skiptir máli. Á þessum akri, sem Jesús vísar til, er ávallt þörf fyrir fleiri verkamenn. Ef þú ert tilbúinn að fá hlutverk og axla ábyrgð, þá vill Jesús nýta krafta þína til góðs.
Predikun

Illgresi hatursins

Raunveruleikinn sem lýst er í þýskum fjölmiðlum þessa dagana er hins vegar sá að í fyrsta sinn síðan á tímum Þriðja ríkisins í Þýskalandi þora gyðingar ekki að fara út úr húsi eða þá að þeir þora ekki heim til sín vegna þess að nágrannarnir vita að þeir eru gyðingar.
Predikun

Á göngu með Jesú og Harald Fry

Harold Fry var á pílagrímsgöngu. Á þeirri göngu fékk hann ýmis tilboð, góð og slæm. Hann barðist við að taka réttar ákvarðanir og eins og svo oft í lífinu getur liðið nokkur tími þar til við sjáum hvort það hefur tekist. Af því að lífið er pílagrímsganga - leið í brúðkaupið í för með Jesú. Á þeirri göngu mæta okkur ýmis tilboð.
Predikun

Sermon in Vídalínskirkja

The faith in him is personal. However, faith is also common, we are woven together in Christ.
Predikun

Við erum ábyrg gagnvart jörðinni, hafinu og andrúmsloftinu

Við megum til með að vera ábyrg gagnvart jörðinni, hafinu og andrúmsloftinu, til að umhverfið sé hreint og geti verið umgjörð um lífið og lífsforsendur ókominna kynslóða.
Predikun

Inní mér syngur vitleysingur

áðgátur lífsins eru margar. Flest könnumst við, við málsháttinn „Orð eru til alls vís eða fyrst.“ Ég hef löngum velt fyrir mér merkingu þessa málsháttar. Raunar ekki komist að haldbærri niðurstöðu. Nema að málshátturinn á uppruna sinn í Biblíunni. Einhverjum kann að þykja það liggja í „augum úti“ eins og meðlimir pönksveitarinnar Purrks Pilnikk öskruðu úr sér um árið á níunda áratug síðustu aldar og málvandafólk þess tíma fóru úr límingu af vandlæti og áhyggjum hvert unga kynslóðin væri eiginlega að fara með íslenska tungu og útúrsnúningi almennt sem væri aldrei viðeigandi nema fyrir vitleysinga.
Predikun

Hvað er mikilvægast?

Svo lengi sem við höldum áfram að spyrja hvað sé mikilvægt – og hvað sé mikilvægast – þá er von. Við eigum von.
Predikun

Tilvist Guðs

Er Guð til? Við svörum þessari spurningu á margvíslegan hátt. Sá merki vísindamaður Stephen heitinn Hawking svaraði henni neitandi í bók sem kom út nýverið, að honum látnum. Alheimurinn gengur að hans sögn ekki eftir gangverki og hann hafnaði þeirri skýringu að fötlun hans væri einhver guðleg refsing. Sá sjúkdómur sem hann þurfti að glíma við mestalla ævina, ætti sér aðrar og jarðbundnari rætur.
Predikun

Om att crossträna tron

Tro är som en muskel som kan tränas. Helst så att hela kroppen är i rörelse, lite som på en crosstrainer, konditionsmaskinen som motionerar ben och armar och mer därtill. Och förresten, cross-trainer måste ju vara en bra bild för den tro som har ett kors i centrum.
Predikun

Ljóslausa þorpið

Í allri þeirri pólitísku- og samfélagslegu umræðu um að sannleikurinn skuli koma fram, sama hvað, og allir tilburðir til þöggunnar eða leyndarhyggju skuli drepnir á staðnum þá gleymist í þeirri umræðu að búið er að jaðarsetja trú og trúarþörf manneskjunnar, í besta falli er verið að reyna að pakka henni inn í guðlausar umbúðir, þar sem guðlaus slökun og kyrrð, íhugun og jóga fá að fylla hið opinbera trúarrými, án allra takmarkanna. Trúin og ljós kristninnar skal helst vera í felum í þögninni heima eða í þögninni innra með okkur, í besta falli innan veggja kirkjunnar.
Predikun

Lífið er gjöf

Góðu fréttir kristinnar trúar eru að við þurfum ekki láta sorg og sút vera ráðandi afl í lífi okkar, þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Heimurinn á ekki síðasta orðið, „heift kúgarans“ (Jes 51.13) eru settar skorður því allt er í hendi Guðs, haf og jörð og himinn, Guðs sem skýlir þér í skugga handar sinnar (Jes 51.16). Ekkert meðal er máttugra gegn hræðslunni við dauðann, hvort sem er eigin dauða eða annarra, óttanum við það sem koma skal, ógninni sem okkur stendur af hinu óþekkta.
Predikun

Kraftaverk á hverju ári

Haldi því einhver fram að kirkja Krists sé úreld og eigi ekki erindi við framtíðarkynslóð þessa lands, skora ég á hann að kynna sér og koma á Landsmót ÆSKÞ. Framtíðin er björt og fagnaðarerindið lifir í hjörtum þeirra sem gefa sig að þeim boðskap að Guðs er til staðar fyrir þig, hverjar sem aðstæður þínar eru eða heilsa.
Predikun