Trú.is

Góði hirðirinn

Jesús er með öllum orðum sínum, til lærisveinanna og mannfjöldans og til okkar, að reyna að hafa áhrif ‒til góðs. Og um leið að vara við áhrifum hins illa. Því að það skiptir vitanlega máli hverju er miðlað – það er jú grundvallaratriði alls uppeldis því það lærir barnið sem fyrir því er haft. En fullorðið fólk lærir líka það sem fyrir því er haft, verður fyrir áhrifum af því og tileinkar sér það.
Predikun

"Lýðræðið deyr í myrkrinu"

Í samhengi nútímalýðræðissamfélags hlýtur því fagnaðarerindið að krefjast þess að kjörnum fulltrúum sé veitt aðhald og að gagnsæi ríki í allri vinnu og ákvarðanatöku þannig að réttlæti fái þrifist í því ljósi sem stafar af anda sannleikans en myrkrinu sé ekki gefið færi á því að verða skjól þeim verkum sem ekki þola dagsins ljós. Og þar á þjóðkirkjan að fara fyrir með góðu fordæmi.
Predikun

Er nóg til af skóflum?

Jesús var góður verkalýðsforingi. Réttlæti var ofarlega í huga hans. Hann beitti sér gegn mansali síns tíma. Kvenmannskaup var ekki til í orðaforða hans. Hann var jafnréttis sinni. Allir skyldu fá sömu laun, jafnvel þótt vinnutíminn væri misjafn. Hann hefði ugglaust lagt áherslu á fækkun vinnustunda í viku hverri og fagnað því að hvíldartími yrði festur í reglugerð. Hann hefði einnig fagnað öllum tæknframförunum sem hafa gert líf verkafólks léttari.
Predikun

Í Hólavallagarði

Það eru þessi örlög, sem tala til okkar í verkum Þrándar. Mögulega er allt starf okkar mannanna – viðleitni okkar og skipulagning einhvers konar viðbrögð við hinu óumflýjanlega. Störfin sem fólkið sinnti og við lesum um á steinunum fengu það mögulega til að gleyma sér í einbeitni annríkis og þá fundu þau ekki hvað tímanum leið. En svo vitjaði hann þeirra eins og hann mun gera í okkar lífi einnig.
Predikun

Hvernig gat þetta gerst árið 2022

Það tekur bara andartak að hleypa af fyrsta skotinu og hefja átök. En það tekur langan tíma að koma á friði sem byggir á réttlæti og græða sárin sem af átökum hljótast. Þess vegna kalla þessar aðstæður á þrautsegju, ekki bara þeirra, heldur líka okkar í umhyggju og stuðningi. Og alveg sérstaklega skulum við muna að syngja hósanna áfram og sleppa krossfestingum.
Predikun

Trítlandi tár

Að hætti postulans Jóhannesar í pistli dagsins þá tók Tómas vitnisburð lærisveinanna gildan um að Jesú væri upprisinn en vitnisburður Guðs í Jesú Kristi reyndist honum meiri sem leyfði honum að kanna sáramerki sín.
Predikun

Gagnrýnin hugsun í fyrirrúmi hjá lærisveininum Tómasi

Gagnrýnin hugsun er hluti af trúarlífinu, það vissi Tómas lærisveinn. Stundum er það svo að við þurfum að fá að reyna hlutina á okkar eigin skinni. Stundum er ekki nóg að læra af reynslu annarra. Stundum þurfum við að eiga reynsluna sjálf, til þess að einhver lærdómur eða viska sitji eftir hjá okkur og hafi áhrif á líf okkar.
Predikun

Gleði í skugga ógnar

Engin ræða, engin orð ná að skýra það fyllilega hvað upprisa Drottins felur í sér, en atburðurinn sjálfur, að Guðs sonur varð maður, gekk dauðans veg til að leiða alla með sér til lífsins, er merking veraldar, leyndardómur, sem var hulinn og þráður, en birtist í honum til þess að vera opinber og öllum augljós sem heyra orðið. Því er páskakveðjan forna þessi lífsjátning og trúarjátning, í henni játast trúin Guði lífsins, hún er grunntónn í laginu sem lífið er: „Drottinn er upprisinn. Hann er sannarlega upprisinn.“
Predikun

Beinin í dalnum

Að tæma sig á þennan hátt er ekki vegferðin að einhverju öðru marki, heldur markið sjálft. Þar opinberast kærleikurinn að fullu.
Predikun

Að gera allt vitlaust

Og upprisuhátíð kristinna manna átti sannarlega eftir að gera allt vitlaust. Krossinn er ekki hinn algeri ósigur. Dauðinn er ekki lengur inn endanlegi dómur. Dauðinn dó en lífið lifði. Kristur eru upprisinn.
Predikun

Hvað var fullkomnað?

Í því ljósi virðast orðin „Það er fullkomnað“ enn fjarstæðukenndari. Hvað er fullkomið við þessa atburðarrás – er hún ekki einmitt lýsandi dæmi um brotinn heim, brotin samfélög og brotnar sálir?
Predikun

Andleg mannrækt

Í Passíusálmunum eru margar perlur sem orðnar eru hluti af íslenskum trúararfi og við leitum í við andlega mannrækt og kirkjulega þjónustu
Predikun