Trú.is

Biblíuleg íhugun með bæn Jaebesar

Nú biðjum við bæn Jaebesar lið fyrir lið, fyrst fyrir okkur sjálfum, þá fyrir þeim sem eru okkur kær eða þarfnast fyrirbænar og loks fyrir öllum heiminum. Við tví- eða þrítökum hvern bænarlið og gefum okkur tóm til þagnar á milli bæna.
Pistill

Skapa í mér hreint hjarta

Við annan lestur erum við meðvituð um þau viðbrögð og skynjanir sem eiga sér stað í líkama okkar við að heyra þessi orð. Finnum við spennu eða slökun, gleði eða hryggð? Fara einhverjar hugsanir af stað? Við bara veitum þessu athygli án þess að dæma eða fylgja eftir tilfinningum og hugsunum. Sýnum viðbrögðum okkar eftirtekt, forvitni, og snúum síðan aftur að því orði sem talaði til okkar í byrjun.
Pistill

Núvitundaríhugun, fimmti hluti: Hljóð og hugsanir

Vitund okkar er vakandi, við sjáum og heyrum og skynjum það sem fram fer innra með okkur og í ytra umhverfinu. Við erum hér og nú. Allt má vera það sem það er, engu þarf að breyta einmitt núna. Við hvílum bara í því sem er, erum vitni að öllu þessu án þess að það raski ró okkar. Andardrátturinn, lífgjöf Guðs, er akkeri okkar, friður okkar.
Pistill

Gleðidagar

Við getum sjálf ráðið nokkru um hvað það er sem hefur mest áhrif á hugarfar okkar og framgöngu. Miklum við það sem er gleðilegt og gott eða miklum við það sem miður fer?
Pistill

Hvaða gagn er að þessari trú?

Við erum auðvitað öll að glíma við sammannlegar tilfinningar og viðbrögð, eins og núna á tímum farsóttarinnar, og gengur misvel að höndla álagið. Trúin er ekkert töframeðal en hún veitir grunn sem gott er að hvíla á. Trúin nærir samvisku okkar og leiðréttir okkur þegar við verðum stygg og í orðum hrygg og hjálpar okkur að halda þeim ramma sem nauðsynlegur er fyrir góða andlega heilsu á óróleikatímum.
Predikun

Að sigra illt með góðu

Færa má fyrir því rök að öll siðfræði, snúist um þetta andrými sem við getum skapað á milli áreitis og viðbragðs. Á því augabragði getur manneskjan spurt sig hvers konar hegðun er henni samboðin.
Pistill

Núvitundaríhugun, þriðji hluti: Innri líðan

Í dag ætlum við að einbeita okkur að þremur svæðum líkamans sem oft kalla á athygli okkar vegna þess að þar virðast erfiðar tilfinningar setjast að eða koma fram. Kvíði, áhyggjur og streita koma oft fram í sálvefrænum einkennum, sömuleiðis vanmetakennd, skömm og sektarkennd, svo eitthvað sé nefnt.
Pistill

Núvitundaríhugun, annar hluti: Ég er

Loks skynjum við líkama okkar sem heild. Við erum hér, frá toppi til táar, hér í þessu rými, hér á þessu andartaki. Og Guð sem er, Guð í Jesú Kristi segir við okkur: „Ég er sá sem ég er“
Pistill

Ég elska þig, gleymdu því aldrei!

Jesús vill að við getum tekið á móti og þegið lífið sem hann vill gefa, mitt í ölduróti tilverunnar, mitt í mótlæti, þjáningu, veikindum og sorg.
Pistill

Núvitund á kristnum grunni, fyrsti hluti: Lífsandinn

Oft léttir á kvíða og spennu við það eitt að gefa því gaum, án þess að leita skýringa, bara finna og vera og dvelja í augnablikinu, hér og nú. Og Guð er hér með okkur, Guð er hér til að mæta okkur, Guð sem blæs okkur lífsanda í brjóst, Guð sem ER lífsandinn.
Pistill

Sáðmaðurinn

Margt fólk í samfélaginu er “sáðmenn” í margvíslegum skilningi. Sáðmaður er sá sem dreifir brosi, hlýju og vináttu. Leggur góð orð til mála, hrósar, hvetur og byggir upp. Við eigum að vera sáðmenn, hvert og eitt. Þegar við ölum upp börnin. Þegar við hugsum um foreldra okkar. Ræktum vináttuna og störfum með öðrum á vinnustað okkar. Einmitt í öllu þessu þá er skylda okkar að strá góðu fræjunum án þess að hafa af því áhyggjur hvernig þau muni spíra. Eitthvað gott mun alltaf vaxa og bera ávöxt.
Predikun

Skínandi andlit

En ég tel að ef við göngum út frá skynseminni einni þá skynjum við aðeins tilveru okkar að hluta. Við skynjum hana í raun bæði með huga og hjarta. Í daglegri bæn og iðju fær líf okkar nýju vídd, himneska, vitund um það að Guð er með okkur í dagsins önn. Þó fjarlægur sé, er hann nálægur, eins og fjöllin.
Predikun