Elskaðu!
„Jón Ásgeir! Ég vil að þú elskir hann Andrés í næsta stigagangi, já þótt hann sé alltaf að skammast og banna ykkur að vera í fótbolta á grasinu! Þú átt að elska hann eins og sjálfan þig!“ EF móðir mín hefði talað til mín á þennan veg, þá hefði ég haldið að hún væri gengin af göflunum! Hvernig er hægt að skipa manneskju að elska?
Jón Ásgeir Sigurvinsson
15.10.2006
15.10.2006
Predikun
Ást í trú og verki
Tvöfalda kærleiksboðorðið hefur líka verið kallað þrefalda kærleiksboðorðið – þrefalda vegna þess að þar ræðir um elskuna til Guðs, til náungans og til okkar sjálfra. Sagt hefur verið að til þess að geta elskað náunga okkar eins og okkur sjálf verðum við að bera eðlilega umhyggju fyrir eigin lífi. Því hefur líka verið haldið fram að til þess að geta borið virðingu fyrir öðrum verðum við virða okkur sjálf að verðleikum.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
15.10.2006
15.10.2006
Predikun
Æðsta boðorðið – æðstu gæðin
Kannski kemur hér til Jesú maður, sem í örvæntingu leitar svara við spurningunni, um það hvernig hann eigi að lifa lífi sínu, hvernig hann geti uppfyllt kröfur Guðs – og hvernig hann geti svalað þrá síns eigin hjarta, sem hann veit vart sjálfur hver er. Ef að þú hefðir haft þetta tækifæri til að spyrja Jesúm einnar spurningar – hvernig hefðirðu notað það? Hver er þrá hjarta þíns?

Þorgeir Arason
15.10.2006
15.10.2006
Predikun
Frambjóðandinn sem kaus þig
Nú hyllir undir fyrsta vetrardag og framundan er kosningaár. Frambjóðendur standa í biðröðum við fjölmiðla til að tilkynna framboð og stefnumál. Og við skulum þakka fyrir allt þetta góð fólk sem býður sig fram til þjónustu. Frambjóðendur benda fram á veginn og lofa betri tíð. Þeir eru því réttnefndir postular vonarinnar. Lífið er pólitík, lífið snýst um málefni fólks, líf politikoi á grísku, líf borgaranna.
Örn Bárður Jónsson
15.10.2006
15.10.2006
Predikun
Og sjá, það var harla gott
Ein setning í Biblíunni hefur hrifið mig lengi og gerir enn í hvert sinn sem ég les hana. Þegar Guð hafði á sex dögum skapað jörðina og allt sem á henni er þá leit Guð „ allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.“. (1. Mós. 1:31). Sem tíðförull ferðamaður til Íslands verð ég að segja að ég skil alveg hvernig Guði leið. Hann leit allt sem hann hafði gert og var ánægður.
Daniel Muller
9.10.2006
9.10.2006
Pistill
Er leyfilegt að tala við börn í hversdeginum
Við lifum á spennandi breytingatímum, þar sem menningarstraumar mætast og nýjar hugmyndir skjóta upp kollinum í öllum áttum. Einmitt þess vegna, einmitt vegna þess að við erum fjölhyggjuþjóðfélag, þar sem margbreytileikinn ræður ríkjum í lífsháttum, trúarskoðunum og fjölskyldumunstri, þurfum við að iðka virka hlustun í anda Jesú Krists.
Jóna Hrönn Bolladóttir
8.10.2006
8.10.2006
Predikun
Skynjuðu þau helgina?
Nú í síðustu viku sótti ég málþing í Skálholti á vegum Siðfræðistofnunar er hafði yfirskriftina: „Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi nútímans“ Málþingið var hið fróðlegasta og kom margt skemmtilegt þar fram enda voru þarna samankomnir einstaklingar frá þeim stofnunum hérlendis sem hafa hvað mest áhrif á það hvernig staðið er að kennslu og aðbúnaði barna hérlendis á okkar dögum.
Skúli Sigurður Ólafsson
8.10.2006
8.10.2006
Predikun
Fórnarkostnaður sannleikans
Jafningjasamfélag kirkjunnar er samfélag kærleikans, það er samfélag hugsjóna, sem kennir okkur að greina rétt frá röngu. Á þeim vettvangi lærum við þá kúnst að sjá lífið í nýju og réttu ljósi. Martin Luther King lærði að sjá manneskjur sem manneskjur en ekki þræla.
Bolli Pétur Bollason
8.10.2006
8.10.2006
Predikun
Arna, Andri Snær og draumalandið
Við erum í draumasætinu. Þú ert draumur Guðs og þarft ekki annað en viðurkenna þá stöðu þína. En trú hefur afleiðingar, gefur forsendur barnauppeldis og gildi til náttúrunýtingar.
Sigurður Árni Þórðarson
8.10.2006
8.10.2006
Predikun
Er það satt sem stendur í Gamla testamentinu?
Öðru hvoru vakna upp spurningar hjá fólki um hvað Biblían sé í raun og veru. Margir telja hana aðeins venjulega bók, aðrir bók sem hefur mikil áhrif á líf okkar og enn aðrir telja hana vera skrifaða beint eða óbeint af Guði almáttugum sjálfum.
Sigurður Hafþórsson
5.10.2006
5.10.2006
Pistill
Frá Narníu til Nasaret
Börn velkjast ekki í vafa um að talandi ljón tilheyrir ævintýri, sem og fljúgandi súpermannhundur. En þegar kemur að baráttu tveggja manna í bardagabúningi, jafnvel þó skrímsli komi þar við sögu, getur það virst full raunverulegt með tilheyrandi áhrifum á barnið.
Bryndís Malla Elídóttir
2.10.2006
2.10.2006
Pistill
Líkfylgd í Nain og lífs-fylgd lausnarans
Hver kennir annars í brjósti um í samtíð okkar, erum við ekki umfram allt upptekin af því aðflýja sársaukann, erum við ekki umfram allt upptekin af því að leita málsbóta, skýringa, skilgreininga? Hver finnur til með börnum og unglingum á Íslandi í dag, í þeim flókna og ögrandi heimi sem þau búa við?
Karl Sigurbjörnsson
1.10.2006
1.10.2006
Predikun
Færslur samtals: 5884