Litríka kirkjan
Ég kippi mér ekki upp við að í kirkju á höfuðborgarsvæðinu sé reglulega karlakaffi þar sem málsmetandi karlar halda erindi fyrir aðra karla, eins þykir mér bara gott mál að í kirkju úti á landi sé prjónasamvera auglýst sérstaklega fyrir konur, þótt það sé nú ólíklegt að mér væri úthýst ef ég kæmi og vildi prjóna með. Foreldramorgnar í kirkjum landsins eru hugsaðir fyrir foreldra ungra barna, eldri borgara samverur fyrir eldri borgara og þannig er það ýmsu kirkjustarfi að það er ákveðinn markhópur sem starfið beinist að.
Sindri Geir Óskarsson
22.5.2023
22.5.2023
Pistill
Leiðtogar á gangstéttinni
Á gangstéttunum er boðskapur barnanna sem selja leikföngin sín okkur hugleiðing um birtuna sem býr í mannsálinni.
Skúli Sigurður Ólafsson
27.3.2022
27.3.2022
Predikun
Pollamótspredikun
Það var táknrænt á þessu Pollamóti, þar sem liðin voru skipuð tíu ára strákum, að dómarinn bar í orðsins fyllstu merkingu höfuð og herðar yfir leikmennina. Það átti vel við og undirstrikaði það hvernig réttlætið á að gnæfa yfir öllu.
Skúli Sigurður Ólafsson
27.6.2021
27.6.2021
Predikun
Finnum gleðina flæða
Og svo tökum við á móti þessu augnabliki núna, þessum andardrætti sem er lífið sjálf og finnum gleðina flæða fram því við erum hér með Guði og hvert öðru, alls ekkert týnd heldur hólpin í trausti til elsku Guðs sem vakir yfir okkur og verndar.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
28.6.2020
28.6.2020
Predikun
Gleðidagar
Við getum sjálf ráðið nokkru um hvað það er sem hefur mest áhrif á hugarfar okkar og framgöngu. Miklum við það sem er gleðilegt og gott eða miklum við það sem miður fer?
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
15.4.2020
15.4.2020
Pistill
Trúin í boltanum og trúin á boltann
Fótboltinn birtist okkur nú sem vettvangur trúarlegs atferlis í almannarými. Í ljósi þess hversu margir fylgjast með, er óhætt að segja að óvíða veki bænir, signingar og önnur tjáning jafn mikla athygli og á fótboltavellinum.
Skúli Sigurður Ólafsson
25.1.2020
25.1.2020
Pistill
Krullukynslóðin
Sjálfur tilheyri ég þeirri óræðu X kynslóð og svo heyrði ég það nú á dögunum að fólk er farið að tala um krullukynslóðina.
Skúli Sigurður Ólafsson
6.1.2020
6.1.2020
Predikun
Barnamessa - Barnadagurinn
Við Íslendingar ættum aldrei að vísa úr landi ófrískum mæðrum eða börnum fólks sem hér leitar hælis, vegna haturs og ranglætis í heimalandi þess. Barnið er heilagt og sem slíkt á það alltaf að vera velkomið.
Arnaldur Arnold Bárðarson
28.12.2019
28.12.2019
Pistill
Frægasta óléttusagan
Og þar leynast töfrar trúarinnar. Hún er ekki fyrirlestur þar sem við sitjum þögul hjá og hlustum. Hún er líkari samtali við góðan hlustanda. Hann grípur ekki fram í, bíður ekki í ofvæni eftir að koma sínum sjónarmiðum að, heldur gefur okkur svigrúm til að bregðast við sjá, tjá og túlka það sem við höfum fengið að skynja.
Skúli Sigurður Ólafsson
26.12.2019
26.12.2019
Predikun
Meðgönguhátíð
Ef jólin eru fæðingarhátíð, þá er aðventan meðgönguhátíð. Það minnir líka margt í umgjörð aðventu og jóla á undur lífs og fæðingar.
Skúli Sigurður Ólafsson
10.12.2019
10.12.2019
Predikun
Vaknaðu!
Mættum við, eins og Jesús, sjá þau sem eru kreppt og ófær um að rétta sig upp af sjálfsdáðum. Mættum við hafa kjarkinn til að tala inn í þeirra líf, hvort sem er með fjárframlögum, fyrirbæn eða beinum hætti. Mættum við vera þessi Guðs útrétta hönd sem hjálpar fólki á fætur eða fyrirbyggir að það falli. Mættum við láta okkur annað fólk varða, í þolinmæði og trausti til Guðs sem styrkinn gefur.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
8.9.2019
8.9.2019
Predikun
Mótmæli
Við fyllumst von, þegar börnin stíga fram eins og stór fylking af leiðtogum sem berjast fyrir bættum heimi og ákveðnum réttindum sem öllum á að standa til boða.
Skúli Sigurður Ólafsson
24.3.2019
24.3.2019
Predikun
Færslur samtals: 13