Bernskuguðspjall
Frásagnir þessar eiga það sameiginlegt að draga fram yfirnáttúrulega krafta ungmennisins Jesú. Gaman er að segja frá því að sumar þeirra hafa mótað íslenska kirkjulist. Ein sagan er af því þegar barnið Jesús hnoðaði leirkúlur og blés á þær með þeim afleiðingum að þær breyttust í spörfugla. Verk Ólafar Nordal í Ísafjarðarkirkju, fuglar himins, sækir í þá heimild þar sem leirfuglar eins og fljúga út frá altarisveggnum í helgidómnum. Svo merkilegt sem það kann að vera þá hafa margar þessar helgisagnir ratað inn í Kóraninn.
Skúli Sigurður Ólafsson
29.12.2024
29.12.2024
Predikun
Snákurinn í grasinu: Hugleiðing um hugrekki
Snákurinn í grasinu situr eftir í huga þeirra sem rýndu í myndina. Þar leyndist jú hættan. Með sama hætti standa ögurstundirnar eftir í minningunni. Þær voru sú prófraun, sem sýndu hvað í okkur býr og mótaði okkur meira en önnur tímabil ævinnar. Og þegar við lítum til baka kann að vera að reyndumst búa yfir meira hugrekki en við gerðum okkur grein fyrir.
Skúli Sigurður Ólafsson
18.10.2024
18.10.2024
Pistill
Eflum tengslin við hvort annað
Mér kemur líka í hug mikilvægt starf ungmennafélaga um allt land sem eru með elstu félögum á landinu. Það þarf að endurvekja þennan ungmennafélags anda sem var mikill drifkraftur hér áður fyrr fyrir lýðheilsu fólks um allt land. Þau voru og eru enn í dag rekin á sjálfboðaliðastarfi eftir því sem ég kemst næst. En fyrst og fremst þurfum við að líta í eigin barm heima fyrir og gefa okkur tíma fyrir hvort annað. Gefa skjánum frí einn dag í viku og efla þess í stað tengslin við hvort annað með ýmsum skemmtilegum og uppbyggilegum og kærleiksríkum hætti þar sem samúð, traust og samvinna er í fyrirrúmi.
Sighvatur Karlsson
16.10.2024
16.10.2024
Predikun
Listin að detta á rassinn
Já, þegar það gerist, þegar smábarnið missir jafnvægið og dettur þá segja vísindin að mikið sé að gerast í kollinum á þeim, nýjar tengingar verða til og næst verða skrefin enn fleiri. Þetta finnst mér góð kennsla. Jú lífið og náttúran kennir okkur einmitt þetta: Áður en við lærðum að ganga, þá þá þurftum við að kunna annað sem er jafnvel enn mikilvægara, nefnilega það að detta.
Skúli Sigurður Ólafsson
2.9.2024
2.9.2024
Predikun
Vinir og vandmenn
Hvítvoðungurinn fæðist í þennan heim í fullkomnu varnarleysi og auðsæranleika. Það finnum við vel í minni fjölskyldu þegar við handleikum þessa brothættu lífveru. Þá reynir á nærsamfélagið. Gullna reglan minnir á að við erum einnig bundin öðrum börnum. Við erum einnig vinir þeirra og vandamenn. Og þar sem við virðum hana fyrir okkur ættum við að hugleiða mannkynið allt og þá vitaskuld þá kröfu að við hlúum að framtíð þeirra einstaklinga sem jörðina byggja.
Skúli Sigurður Ólafsson
21.7.2024
21.7.2024
Predikun
Hátíðarfólk
Þá sigldu kaupmenn til fjarlægra heimshorna fyrir nokkra bauka af negul og kanil. Saltnámur skiluðu miklum auði. Jesús talar um konunga í guðspjallinu, en hvaða hirð gat notið þeirrar tónistar og leiklistar sem íslenskur grunnskólanemi hefur aðgang að? Já, að fara í heita sturtu – það þótti nýlunda fyrir kynslóð afa míns og ömmu. Svona mætti áfram telja, klæðaskápar, ferðalög, leikir, svo ekki sé nú talað um heilsugæslu og læknisþjónustu. Hvaða sólkonungar áttu roð í okkur þegar kemur að því úrvali öllu? Er það von að við þykjumst tróna yfir öllu og öllum og geta valið á milli kostanna þegar kemur að sjálfum eilífðarmálunum? Munaðurinn hefur þrátt fyrir allt fengið guðlegan sess.
Skúli Sigurður Ólafsson
9.6.2024
9.6.2024
Predikun
Lífið er helgileikur
Við höfum einmitt litið stundarkorn frá tíðindum hversdagsins, að styttu Einars Jónssonar sem einhver furðufuglinn málaði gylltum lit nú á dögunum. Í anda þess næma raunsæis sem einkennir verk listamannsins er dregin upp mynd af hlutskipti hinna jaðarsettu og brottræku úr samfélagi fólks hér forðum. Útlaginn ber látna konu sína á bakinu, með barnið í fanginu og á undan gengur hundurinn.
Skúli Sigurður Ólafsson
27.4.2024
27.4.2024
Predikun
Sannleikur og ógæfa
Sannleikurinn er dýrmætur og hann getur krafist fórna. Fornir hugsuðir hafa hugleitt þessa stöðu og hið íslenska skáld segir þá sögu einnig á sinn hátt. Saga Þórarins Eldjárns hefst á veðurfarslýsingu þar sem hann segir frá því er hann hröklast undan nöprum vindunum inn á krána þar sem hann hittir þessa ólánsömu konu. Kaldhæðnin verður þó enn meiri í lokaorðunum þegar því er lýst hvernig heimurinn átti eftir að leika hana – já sjálft barnið úr ævintýrinu um nýju fötin keisarans.
Skúli Sigurður Ólafsson
15.2.2024
15.2.2024
Pistill
Þrefalda kærleiksboðorðið
Og því má ekki gleyma að þegar kemur að okkur sjálfum erum erum við oftar en ekki hörðustu dómararnir. Myndin af Jesú kallast þar á við myndina af okkur sjálfum. Já, hvað sjáum við þegar við lítum spegilmynd okkar? Er það manneskja sem stenst ekki hinar hörðustu kröfur? Af hverju þurfa kröfurnar að vera svo harðar? Eru það ekki skilaboð dagsins að við eigum að slaka á, í þeim efnum? Leyfa okkur að vera þær manneskjur sem við erum, með ákveðina breyskleika en um leið svo mikla möguleika á að vaxa og gera gott.
Skúli Sigurður Ólafsson
22.8.2023
22.8.2023
Predikun
Litríka kirkjan
Ég kippi mér ekki upp við að í kirkju á höfuðborgarsvæðinu sé reglulega karlakaffi þar sem málsmetandi karlar halda erindi fyrir aðra karla, eins þykir mér bara gott mál að í kirkju úti á landi sé prjónasamvera auglýst sérstaklega fyrir konur, þótt það sé nú ólíklegt að mér væri úthýst ef ég kæmi og vildi prjóna með. Foreldramorgnar í kirkjum landsins eru hugsaðir fyrir foreldra ungra barna, eldri borgara samverur fyrir eldri borgara og þannig er það ýmsu kirkjustarfi að það er ákveðinn markhópur sem starfið beinist að.
Sindri Geir Óskarsson
22.5.2023
22.5.2023
Pistill
Leiðtogar á gangstéttinni
Á gangstéttunum er boðskapur barnanna sem selja leikföngin sín okkur hugleiðing um birtuna sem býr í mannsálinni.
Skúli Sigurður Ólafsson
27.3.2022
27.3.2022
Predikun
Pollamótspredikun
Það var táknrænt á þessu Pollamóti, þar sem liðin voru skipuð tíu ára strákum, að dómarinn bar í orðsins fyllstu merkingu höfuð og herðar yfir leikmennina. Það átti vel við og undirstrikaði það hvernig réttlætið á að gnæfa yfir öllu.
Skúli Sigurður Ólafsson
27.6.2021
27.6.2021
Predikun
Færslur samtals: 22