Hvað verður um mig?
Mörg erum við svo lánsöm að eiga vini eða fjölskyldu að leita til. Fagfólk á sviði virkrar hlustunar, svo sem sálfræðingar og prestar, geta líka ljáð eyra þegar á reynir. Trúað fólk á sér þar að auki ómetanlega hjálp í traustinu til Guðs, að Guð muni endurnýja lífið.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
31.1.2021
31.1.2021
Predikun
Ríkidæmi mýktar
Auðmjúk manneskja er eins og frjósöm moldin - það fer vissulega ekki mikið fyrir henni en upp úr henni vex gróskan í ótal litbrigðum.
Skúli Sigurður Ólafsson
7.10.2020
7.10.2020
Predikun
Að loka augunum - eða ljúka upp hjartanu?
Ódæðið í Ameríku vekur okkur til umhugsunar um hugarfar og afstöðu okkar eigin þjóðar og okkar sjálfra. Við viljum trúa því að við séum fordómalaust fólk sem mætum hverri manneskju eins og hún er, óháð því sem ef til vill gerir hana ólíka okkur sjálfum. En því miður hefur ýmislegt komið á daginn undanfarnar vikur sem ekki ber þjóðfélagi okkar fagurt vitni.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
14.6.2020
14.6.2020
Predikun
Talað um sársauka
Þetta, að lifa á tímum þar sem hægt er að deyfa sársauka er – svo fundið sé títtnotað orð – fordæmalaust. Þrautir hafa alltaf verið stór þáttur í lífi fólks, lífi sem var miklu þjáningarfyllra og styttra en það er á okkar dögum.
Skúli Sigurður Ólafsson
5.4.2020
5.4.2020
Predikun
Ég elska þig, gleymdu því aldrei!
Jesús vill að við getum tekið á móti og þegið lífið sem hann vill gefa, mitt í ölduróti tilverunnar, mitt í mótlæti, þjáningu, veikindum og sorg.
Gísli Jónasson
24.3.2020
24.3.2020
Pistill
Að kveðja á tímum Covid-19
Að kveðja látinn ástvin felur á öllum tímum í sér að ganga braut sorgar sem er sannarlega ekki auðgengin eða auðveld. Athafnir og hefðir tengdar því að kveðja, höfum við lengi átt og eiga að stuðla að því að hjálpa til við það sorgarferli, sem fer í gang þegar ástvinur fellur frá. Á þeim tímum sem við erum að ganga í gegnum núna verðum við að kveðja á annan og öðruvísi hátt en við erum vön.
Guðbjörg Arnardóttir
24.3.2020
24.3.2020
Pistill
Samtal um dauðann
Mikilvægt að við tölum um dauðann áður en hann kemur. Áður en við verðum of gömul. Áður en sjúkdómurinn hvolfist yfir. Það fær okkur til að skoða eigið líf og langanir. Fortíð, nútíð og framtíð skoðast þá í einu samhengi.
Arnaldur Arnold Bárðarson
3.2.2020
3.2.2020
Pistill
Vaknaðu!
Mættum við, eins og Jesús, sjá þau sem eru kreppt og ófær um að rétta sig upp af sjálfsdáðum. Mættum við hafa kjarkinn til að tala inn í þeirra líf, hvort sem er með fjárframlögum, fyrirbæn eða beinum hætti. Mættum við vera þessi Guðs útrétta hönd sem hjálpar fólki á fætur eða fyrirbyggir að það falli. Mættum við láta okkur annað fólk varða, í þolinmæði og trausti til Guðs sem styrkinn gefur.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
8.9.2019
8.9.2019
Predikun
Talar þú við látinn ástvin?
Sorgin fer ekki en þú getur lifað með henni. Það er góð vísa sem er síst of oft kveðin. Við höfum meiri aðlögunarhæfni en okkur grunar. Það hefur mörg sorgarsagan sannað. Jafnvel þótt okkur líði þannig núna að geta með engu móti lifað án ástvinar þá gerist það engu að síður.
Bolli Pétur Bollason
10.7.2019
10.7.2019
Pistill
Sjö orð Krists á krossinum og Passíusálmar Hallgríms
Inngangsorð að lestri sjö orða Krists á krossinum og útlegging Hallgríms í Passíusálmunum. Flutt í Munkaþverárkirkju á föstu daginn langa 2019. Kór Laugalandsprestakalla flutti sálmana og söng hluta þeirra og aðra passíusálma. Um Passíusálma Hallgríms hefur verið sagt: "Þekktasta verk Hallgríms er Passíusálmarnir. Þeir eru í samtalsformi, innilegt samtal manns við sál sína og við Guð".
Guðmundur Guðmundsson
19.4.2019
19.4.2019
Predikun
Helgidómar
Steinhvelfing gotneskrar dómkirkju skapar þau hughrif og það gera íslenskir fjallasalir líka. Maðurinn finnur fyrir helginni þegar hann fær að vera hluti af einhverju sem er dýpra og breiðara en tilvist hans sjálfs.
Skúli Sigurður Ólafsson
19.4.2019
19.4.2019
Predikun
Vald í varnarleysi
Í dag verðum við vitni að því hvernig vald mannanna leiðir af sér klofning, ofbeldi og dauða. Í dag sjáum við hvernig vald Jesú færir lækningu, endurreisn, frelsi og líf. Í dag skynjum við valdið í valdaleysinu, heilindin sem felast í því að vera brotin og berskjölduð, styrk Guðs sem tæmir sjálfan sig krafti til að fylla okkur kærleika.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
19.4.2019
19.4.2019
Predikun
Færslur samtals: 12