Trú.is

Hvunndagshetjur

Þegar heimurinn lyftir þeim upp og magnar sem hafa náð tangarhaldi á öllum auði og allri athygli, þá beinir Biblían sjónum okkar að fulltrúum hinna, þeim sem að öðrum kosti hefðu fallið í skuggann og horfið í djúp gleymskunnar. Já, fyrir Guði er manneskjan dýrmæt óháð því hvert kastljósið beinist. Og þá um leið birtist okkur þessi lífsspeki og jafnvel leiðtogasýn sem boðar gerólíka afstöðu til þess að veita forystu og lifa verðugu lífi.
Predikun

Agúrkur og vínber

Í þeim anda erum við stundum í sporum apans í búrinu sem þefar af gúrkubitanum. Miðlarnir sturta yfir okkur sögum af fólkinu sem veifar framan í okkur vínberjunum.
Predikun

Frískápur, nýsköpun og tengslin í samfélaginu

Getur verið að þöggun hafi ríkt um miðlun þessa arfs kynslóðanna í ár og áratugi? Þöggun sem birtist til dæmis í því að kennsla í kristnum fræðum var ekki lengur sjálfsögð í grunnskólum landsins. Breytingar virðast hins vegar í loftinu, þar sem hugrekkið hefur innreið sína og þöggunin virðist á undanhaldi.
Predikun

Verið glöð

Orð postulans: „Verið glöð!“ fá aðra merkingu. Hvatning hans snýr að því að gleðin sé afleiðing þess að eiga sér tilgangsríkt líf, inntak og merkingu sem gefur dögunum aukið gildi og á nóttinni fær sálin frið og hvíld. Það er nefnilega fegurð í trúnni. Hún ávarpar okkur, hvert og eitt sem einstakar sálir, ómetanleg verðmæti sem höfum gildi þrátt fyrir veikleika okkar og vankanta.
Predikun

Að dæma til lífs

Dæmum okkur Guðs dómi sem er réttlátur dómur, dómur velvildar og kærleika. Okkur mistekst iðulega að velja veg lífsins en einnig þau mistök rúmar Guð í umhyggju sinni. Því gerum við okkar besta, einn dag í einu, eitt andartak í einu, að sýna samúð og umhyggju, eins og verðandi móðir ófæddu barni sínu sem hún gerir allt til að vernda og efla til lífs.
Predikun

Í húsi föðurins - í skugga Drottins

Yfir jóladagana skoðum við atburði sem snerta fæðingu og bernsku Jesú. Jesús fæddist í skugga yfirvalds sem sat um líf hans. Jólin eru ekki öll einn lofsöngur og gleði í kirkjunni. Stutt er í myrkrið, ofsóknir og erfiðleika. Öll heimsbyggðin hefur lifað síðast liðið ár í skugga sameiginlegs óvinar, sem er bæði ósýnilegur og skæður. Við lifum í mismunandi skugga. Við höfum það gott Íslendingar. Hjá okkur er trúfrelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi. Við höfum tækifæri til þess að taka sömu afstöðu og Jesús tólf ára. Það er mikilvægt að þekkja stöðu sína sem Guðs barn.
Predikun

Guðfræði skiptir máli

Sumir fræðimenn tala um Bolsonaro sem einn hættulegasta mann jarðar, svo hart gengur hann fram gegn regnskóginum.
Pistill

Að loka augunum - eða ljúka upp hjartanu?

Ódæðið í Ameríku vekur okkur til umhugsunar um hugarfar og afstöðu okkar eigin þjóðar og okkar sjálfra. Við viljum trúa því að við séum fordómalaust fólk sem mætum hverri manneskju eins og hún er, óháð því sem ef til vill gerir hana ólíka okkur sjálfum. En því miður hefur ýmislegt komið á daginn undanfarnar vikur sem ekki ber þjóðfélagi okkar fagurt vitni.
Predikun

Sömu laun óháð vinnuframlagi?

Ef við hugsum um Guð sem veitanda, veitanda lífsins og vinnunnar við það, fáum við meiri heildarmynd á þetta allt saman heldur en ef við sjáum okkur bara hvert og eitt í okkar horni að puða. Ef Guð er vinnuveitandinn þá er heimurinn allur einn vinnustaður og við hvert öðru háð.
Predikun

Við sáum dýrð hans, ummyndunin

Í dag er síðasti sunnudagur eftir þrettánda og bænadagur á vetri. Guðspjall dagsins fjallar um það er Jesús ummyndast fyrir augum lærisveina sinna og dýrð hans varð þeim opinber. Það sem fram fer í kirkjunni snýst um trúna á Jesú, bróðurinn besta, og göngu okkar á lífsins vegi. Þannig erum við öll börn Guðs og systkin í trúnni. Hér í kirkjunni koma saman Íslendingar og fólk af erlendu bergi brotið, fátækir og ríkir. Margt af því er fólk á flótta.
Predikun

Gefur grið ei nein

Sú afstaða sem Fjallaskáldið eignar þorranum er kannske þegar betur er að gáð, aðeins útlegging á því ískalda og miskunnarlausa hugarfari sem mennirnir geta borið hver til annars. Boðskapurinn minnir á þá hugmynd sem þá hafði nýverið rutt sér til rúms að veröldin sé guðlaus og miskunnarlaus – hinir hæfustu lifi af.
Predikun

Nálaraugað og náðin

Þegar heimskautafarinn norski Roald Amundsen var á leiðinni með mönnum sínum í tveimur flugvélum til norðurheimskautsins forðum daga þá fórst önnur vélin. Þá var allt undir því komið hvort hin vélin gæti borið alla mennina. Öllu, sem nauðsynlegt var, urðu þeir að fórna. Amundsen átti ljósmyndavél sem hann vildi helst ekki skilja við sig.
Predikun