Litríka kirkjan
Ég kippi mér ekki upp við að í kirkju á höfuðborgarsvæðinu sé reglulega karlakaffi þar sem málsmetandi karlar halda erindi fyrir aðra karla, eins þykir mér bara gott mál að í kirkju úti á landi sé prjónasamvera auglýst sérstaklega fyrir konur, þótt það sé nú ólíklegt að mér væri úthýst ef ég kæmi og vildi prjóna með. Foreldramorgnar í kirkjum landsins eru hugsaðir fyrir foreldra ungra barna, eldri borgara samverur fyrir eldri borgara og þannig er það ýmsu kirkjustarfi að það er ákveðinn markhópur sem starfið beinist að.
Sindri Geir Óskarsson
22.5.2023
22.5.2023
Pistill
Einum huga
Þessa minnumst við nú, þegar liðin eru 40 ár frá því að fyrsti einstaklingurinn var greindur með alnæmi hérlendis. Þeir atburðir birta okkur er napran vitnisburð um það andrúmsloft sem getur myndast í kirkjunni. Af þessu tilefni rifjum við upp ummæli kristinna leiðtoga sem töldu hið banvæna mein vera refsingu Guðs fyrir því sem þeir töldu vera ólifnað samkynhneigðra.
Skúli Sigurður Ólafsson
22.5.2023
22.5.2023
Predikun
Vitur en vanmáttug
Upplýsingarnar skortir ekki. Þekkingin er ærin. En það er eins og líkami okkar og hugur ráði ekki við þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Til þess þarf eitthvað meira. Já, þurfum við ekki sanna trú, einlæga von og ríkulegan skammt af kærleika?
Skúli Sigurður Ólafsson
23.10.2022
23.10.2022
Predikun
Regnboginn rúmar allt
Guð er ekki siðvenjur eða sagnfræði. Guð er ekki hörmungarhyggja eða hinseginfóbía. Guð er andi, Guð er gleði, Guð er líf. Á einhvern leyndardómsfullan og undursamlegan hátt sameinar Guð hvort tveggja, ljósið og myrkið, hörmungarnar og gleðina og gefur okkur regnbogann sem tákn um það, lífsins vatn og lífsins ljós, hvort tveggja hluti af heild, allt hluti af þeirri heild sem lífið er.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
8.8.2021
8.8.2021
Predikun
Að dæma til lífs
Dæmum okkur Guðs dómi sem er réttlátur dómur, dómur velvildar og kærleika. Okkur mistekst iðulega að velja veg lífsins en einnig þau mistök rúmar Guð í umhyggju sinni. Því gerum við okkar besta, einn dag í einu, eitt andartak í einu, að sýna samúð og umhyggju, eins og verðandi móðir ófæddu barni sínu sem hún gerir allt til að vernda og efla til lífs.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
27.6.2021
27.6.2021
Predikun
Í húsi föðurins - í skugga Drottins
Yfir jóladagana skoðum við atburði sem snerta fæðingu og bernsku Jesú. Jesús fæddist í skugga yfirvalds sem sat um líf hans. Jólin eru ekki öll einn lofsöngur og gleði í kirkjunni. Stutt er í myrkrið, ofsóknir og erfiðleika. Öll heimsbyggðin hefur lifað síðast liðið ár í skugga sameiginlegs óvinar, sem er bæði ósýnilegur og skæður. Við lifum í mismunandi skugga. Við höfum það gott Íslendingar. Hjá okkur er trúfrelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi. Við höfum tækifæri til þess að taka sömu afstöðu og Jesús tólf ára. Það er mikilvægt að þekkja stöðu sína sem Guðs barn.
Magnús Björn Björnsson
3.1.2021
3.1.2021
Predikun
George Floyd, Job og Jósef K.
Í Réttarhöldum Kafka vaknar Jósef K. einn morgun í greipum fjandsamlegs kerfisbákns gagnvart hverju hann upplifir sig fullkomlega vanmáttugan. Á svipaðan hátt upplifir Job sig í greipum fjandsamlegra afla, valdakerfis, sem sviptir hann öllu sem honum er kært og gefur hann þjáningunni á vald. Og það er átakanleg og óþolandi staðreynd að stór hluti mannkyns er fórnarlömb kerfisbundinnar kúgunar og kerfislægrar mannfyrirlitningar, mannfyrirlitningar sem hefur, að breyttu breytanda, svipaða grundvallarafstöðu til fólks og Satan í Jobsbók, sem sé þá að það eigi ekkert gott skilið, einfaldlega vegna þess að það tilheyrir jaðarsettum samfélagshópum, hvort sem er vegna uppruna, húðlitar, trúar, eða efnahags.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
14.6.2020
14.6.2020
Predikun
Að loka augunum - eða ljúka upp hjartanu?
Ódæðið í Ameríku vekur okkur til umhugsunar um hugarfar og afstöðu okkar eigin þjóðar og okkar sjálfra. Við viljum trúa því að við séum fordómalaust fólk sem mætum hverri manneskju eins og hún er, óháð því sem ef til vill gerir hana ólíka okkur sjálfum. En því miður hefur ýmislegt komið á daginn undanfarnar vikur sem ekki ber þjóðfélagi okkar fagurt vitni.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
14.6.2020
14.6.2020
Predikun
Núvitundaríhugun, sjötti hluti: Að taka eftir án þess að dæma
Núvitundariðkun getur fært okkur nær stöðu náðarinnar, þar sem við sleppum tökunum á hvers kyns dómum, bæði yfir öðrum en ekki síður okkur sjálfum og aðstæðum okkar, og tökum á móti hverju andartaki sem gjöf lífsins, gjöf Guðs.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
7.5.2020
7.5.2020
Pistill
Fair Play
Leikir og reglur eru nefnilega nátengd. Börn á velli með bolta hefja undireins einhvers konar löggjöf áður en fjörið hefst. Hvenær er boltinn út af, má taka hann með hendi, hvað þarf að skora mörg mörk til að vinna? Og þetta samband birtist furðuvíða þegar betur er að gáð. Ég vil að börnin mín gangi sinna leiða og ef þau eru lúin getur verið erfitt að koma þeim úr sporunum. Hvað er þá til ráða? Jú, við setjum reglur, finnum eitthvað sem er bannað og þá fara fæturnir að hreyfast! Leikurinn: „Bannað að stíga á strik“ hefur reynst góður samgönguhvati. Er það ekki merkilegt, um leið og eitthvað verður bannað, þá færist fjör í leikinn?
Skúli Sigurður Ólafsson
9.2.2020
9.2.2020
Predikun
Líkþrár maður og sveinn hundraðshöfðingjans
Jesús er ekki hræddur við að horfast í augu við okkur í því erfiða og skammarlega. Hann er ekki hræddur við að koma nálægt þeim hliðum okkar sem láta okkur halda að við séum ekki þess virði að koma nálægt. Sé skömm eitthvað óhreint þá vill hann gera okkur „hrein“ og losa okkur frá skömminni og því sem hún brýtur niður.
Arnaldur Arnold Bárðarson
26.1.2020
26.1.2020
Predikun
Færslur samtals: 11