Trú.is

Gleðilegt nýtt kirkjuár

Í dag fögnum við fyrsta sunnudegi nýs kirkjuárs sem hefst ævinlega fyrsta sunnudag í aðventu. Í dag er hátíðarliturinn í kirkjunni, hvíti liturinn og við kveikjum á fyrsta kerti aðventukransins, spádómskertinu.
Predikun

Framtíð hér og nú!

Sjálfsmildi er fjarri, við reynum að slökkva þorstann og hungrið með skyndilausnum, sökkvum okkur í símann, erum alltaf á ferðinni vegna þess að ef við stoppum, sitjum við uppi með okkur sjálf og óttann við endanleikann og tilvist sem er full af tómi og óuppfylltum löngunum og brostnum vonum. Og hungrið verður sífellt meira og við erum með varanlegan munnþurrk af þorsta.
Predikun

Mikilvægi þess að heyra

Þennan dag minnumst við þess mikilvæga starfs sem Kristniboðssambandið stendur fyrir ásamt því að ræða mikilvægi þess að eiga saman samveru þar sem við heyrum Guðs heilaga orð. Kirkjusókn hefur rýrnað með árunum í ýmsum prestaköllum og þess vegna er aldrei mikilvægara en nú að nota eyrun sem góður Guð gaf okkur og heyra!
Predikun

Upp er risin Krýsuvíkurkirkja

Við vígslu endurreistrar Krýsuvíkurkirkju á hvítasunnudegi 5. júní sl. flutti séra Gunnþór Þ. Ingason frumsamið ljóð, sem hann nefndi: Upp er risinn Krýsuvíkurkirkja. Hann gerði svo grein fyrir gjöfum sem kirkjunni hefðu borist og lýsti því jafnframt yfir að með vígslu hinnar nýju kirkju lyki hann prestsþjónustu sinni í Krýsuvík, sem hann hefði gegnt á vegum Þjóðminjasafns Íslands, því að hin nývígða kirkja tilheyrði Þjóðkirkju Íslands, og yrði í umsjá sóknarprests Hafnarfjarðarkirkju, prófasts Kjalarnessprófastdæmis, Skálholtsbiskups og Biskups Íslands.
Pistill

Hvað ætlast Guð til af þér?

Gera rétt, ástunda kærleika og framganga í lítillæti.
Predikun

Vitur en vanmáttug

Upplýsingarnar skortir ekki. Þekkingin er ærin. En það er eins og líkami okkar og hugur ráði ekki við þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Til þess þarf eitthvað meira. Já, þurfum við ekki sanna trú, einlæga von og ríkulegan skammt af kærleika?
Predikun

Þolendur fiskabúrsins

Gráu fiskarnir í fiskabúrinu mínu gætu örugglega kallað sig þolendur. Þeir eru þolendur þess að þurfa að lifa í búri með öðrum, sem þeir þó drepa. Kannski gráta þeir óskaplega þegar þeir éta hvern fisk og harma hve vont það sé fyrir þá að éta hann. Hann var vinur þeirra þrátt fyrir allt. Þannig eru sumir þolendurnir sem hæst hafa í dag. Allt sem að þeim snýr eykur á þjáningu þeirra, líka það að meiða aðra. Hér er ekki rými fyrir kærleika og ekki fyrirgefning, aðeins hatur og grimmilegt át.
Pistill

Kornfórnin og kærleikurinn

Þarna má hins vegar merkja ákveðna þróun mannkyns, kannski þroska mannsins í samskiptum sínum við hina huldu krafta tilverunnar, í samskiptum sínum við Guð.
Predikun

Sögur og fyrirgefning

Urður vísaði í þessa gömlu klisju að orðspor gerenda væri eyðilagt og þolendum kennt um og refsað. Hún sagði að: Þolendur væri ekki að eyðileggja orðspor geranda. Gerandinn eyðilegði sjálfur sitt orðspor þegar kynferðisbrotið væri framið. Skömmin liggi alltaf hjá gerendum
Predikun

Um þekkingu og dómgreind: Jesús, Mill og Páll Skúlason

Orð Páls Skúlasonar um að vera meira maður, ekki meiri maður eru umhugsunarverð í ljósi orða lexíunnar: „Dramb er falli næst, hroki veit á hrun. Betra er að vera hógvær með lítillátum en deila feng með dramblátum“. Og orð Mills um gildi þess sem hann kallar almenna menntun andspænis vélrænni sérhæfingu beinir óneitanlega huga manns að faríseunum og lögvitringunum í guðspjallinu.
Predikun

Í fararbroddi

Hjálparstarf kirkjunnar byggist á hinum félagslega grunni þar sem baklandið þarf, að mínu mati að vera sterkt, grasrótin virk, bæði til að styðja starfið fjárhagslega en ekki síður til að styðja starfið með ráðum, orðum og dáð.
Pistill

Hveitikorn, þekktu þitt.

Við þurfum að vera læs. Geta lesið Ritninguna með meiri andagift heldur en við lesum leiðarvísinn með Ikea-mublunum; þótt sá leiðarvísir geti reyndar stundum reynt á skilning manns og hafi sjálfsagt skilið fleiri en mig eftir með einhverja þá smíð sem þurfti að taka aftur í sundur og byrja uppá nýtt. En svo má spyrja: Er bara ekki allt í lagi að taka skilningsgáfu manns til kostanna svona annað slagið og láta hana hafa eilítið fyrir hlutunum? Til að það gangi upp þurfum við stundum að efast um það sem við töldum okkur vita áður. Það er nefnilega kallað þroski þegar við tökum hlutina til endurmats og vonandi dýpkar það skilning okkar á hinstu rökum tilverunnar.
Predikun