Trú.is

Borið er fram ákall um frið

Úkraína kallar á hjálp, ofbeldismaðurinn veður uppi og það duga engar fortölur á hann, engin rök.
Pistill

Friðarórar í föllnum heimi

"sagan hefur einnig sýnt að til þess að ná markmiðum, sem virðast óyfirstíganleg, þá getur verið gagnlegt að setja sér jafnvel enn stærri markmið – eins mótsagnakennt og það hljómar – sem lýsa líkt og vonarstjarna á himni sem nærir von og trú mannsins á, að hið ómögulega sé mögulegt. Þannig fylgja draumórar Johns Lennon fullkomlega fyrirmynd spámannlegra draumsýna Gamla testamentisins sem sáu fyrir sér heim þar sem ríkti fullkominn friður – ekki aðeins manna í millum heldur einnig allra dýra sköpunarinnar"
Predikun

Upphaf föstu

Flestir siðir og hefðir eiga sér langa sögu. Í föstuinngangi íhugum við gjarnan sögu bolludags, sprengidags og öskudags.
Pistill

Upp til Jerúsalem!

Jesús hrækti ekki á nokkurn mann enda vitum við að hann var góður við alla og líklega hefur hann heldur ekki spilað fótbolta. En það gerðist einu sinni að hann hrækti á jörðina og hrærði hrákanum saman við mold og bar svo leðjuna í augun á blindum manni. Sá læknaðist og fékk aftur fulla sjón. Það getur sem sé verið lækningamáttur í hrákanum. Stundum hrækjum við að öðru fólki. Kannski ekki bókstaflega heldur fremur þegar við sýnum öðrum lítilsvirðingu. Þegar við baktölum einhverja og skyrpum út úr okkur vondum orðum sem illar hugsanir okkar hafa sett saman. Þá erum við ekki ólík þeim sem hræktu á Jesú! Við erum alla vega ekki eins og mæðurnar í Afríku sem vilja blessa börn sín með hráka á enni. Það er í góðum tilgangi. Vatn þvær burtu óhreinindi, hráki móður á enni barnsins getur að mati þeirra bægt illu frá.
Predikun

Hrifsarar og gjafarar

Stundum verða heilu þjóðfélögin fyrir þeirri ógæfu að velja sér til forystu leiðtoga sem eru einmitt þetta – hrifsarar
Predikun

Horfðu þá inn í frumuna

Ef þú hefur einhvern áhuga á að trúa á Guð – horfðu þá inn í frumuna.
Predikun

Vaxandi meðvitund um að við skiptum máli

Það sem við höfum í höndunum er heillandi, óreiðukennt, óútreiknanlegt, stundum ómælanlega fagurt, stundum hryllilega viðbjóðslegt safn af sögum, ljóðum, bréfum, köflum og guðspjöllum sem endurspegla vaxandi meðvitund um að við skiptum máli, að allt er tengt og að mannleg saga er á leið í tiltekna átt.
Predikun

Daglaun guðlegs réttlætis

En sagan segir okkur einnig að hugmyndir mannlegs samfélags um réttlæti eru víðs fjarri guðlegu réttlæti og þar með þeirri kröfu, sem Guð gerir og kemur svo víða fram í Ritningunni, um að elska náungann eins og sjálfan sig, sem merkir að koma fram við annað fólk af virðingu og láta sér umhugað um hag þess, að grundvallarþörfum þess sé fullnægt. Þess vegna greiðir víngarðseigandinn líka þeim sem unnu einn tíma full daglaun, vegna þess að honum er umhugað um að þeir fái það sem þeir þarfnast til þess að sjá sér farborða, því að grundvallarþarfirnar eru þær sömu hjá öllum manneskjum, hvort sem þær eru forstjórar eða ræstingafólk.
Predikun

Von, trú og homo sapiens

Því að vonin er ein sú dásamlegasta guðsgjöf sem manneskjunni er gefin. Og hver veit nema þrautseigja mannkynsins í gegn um árþúsundin, sem hefur gert henni kleift að yfirstíga ótrúlegustu hindranir og þrauka ósegjanlegustu hörmungar taki á sig birtingarmynd vonarinnar í félagslegu erfðamengi okkar. Vonin er sjaldnast fjarri, sannfæringin um að það sé ljós við enda ganganna.
Predikun

Fer það í taugarnar á þér að Guð skuli vera góður?

Dæmisagan miðlar sem sagt því að guðsríkið lýtur öðrum lögmálum en ríkja í mannheimum. Þar gilda ekki sömu forsendur og í daglegu lífi okkar hér á jörðu, vegna þess að gæska Guðs, er miklu ríkari en nokkur getur ímyndað sér.
Predikun

Ég styð Eddu Falak

Hlaðvarpið opnar fyrir rödd kvenna. Opnar fyrir rödd þeirra kúguðu og undirokuðu sem hafa búið við misnotkun og ofbeldi árum og áratugum saman. Ég fagna þeim röddum sem nú koma fram og segja sögu sína. Segja frá brotum og kúgunartilburðum karla. Karlar kveinka sér undan frásögnum kvenna. Þeir geta hvorki notað hólmgöngur né lagarefjar til að verja «heiður sinn». Heiður þeirra fór um leið og þeir brutu gegn annarri manneskju. Vissulega verða margir karlar aldrei dæmdir að lögum en hin nýja bylting kennd við metoo mun láta þá lifa við þann «fjörbaugsgarð» að sögum þolenda þeirra er trúað. Ég styð Eddu Falak og þann starfa hennar að hjálpa röddum kvenna að heyrast.
Pistill

Frískápur, nýsköpun og tengslin í samfélaginu

Getur verið að þöggun hafi ríkt um miðlun þessa arfs kynslóðanna í ár og áratugi? Þöggun sem birtist til dæmis í því að kennsla í kristnum fræðum var ekki lengur sjálfsögð í grunnskólum landsins. Breytingar virðast hins vegar í loftinu, þar sem hugrekkið hefur innreið sína og þöggunin virðist á undanhaldi.
Predikun