Trú.is

Innilifunaríhugun 1: Á göngu með Jesú

Ignatíusaraðferðin er leið til þess að virkja okkar innri sýn og skynjun, að lesa um það sem gerist í guðspjöllunum eins og það væri að gerast núna. Við leitumst við að vera viðstödd það sem sagt er og gert; við sjáum, heyrum, finnum ilm og snertingu eins og við værum þarna á staðnum með Jesú.
Pistill

Innlifunaríhugun 3: Grillað á ströndinni

Ilmurinn er indæll, við erum svöng eftir langa nótt við vatnið og erfiðið að draga inn fiskinn, finnum þennan ilm af grilluðum fiski og nýbökuðu brauði, dásamlegt. Jesús vill næra okkur, þjóna okkur, gefa okkur að borða til að endurnýja krafta okkar.
Pistill

Svanirnir koma í dag

Hin sanna þjónusta við lífið felst í því að við tökum hvert annað að okkur í kærleikanum og spörum ekkert til.
Pistill

Innlifunaríhugun 4: Elskar þú mig?

Við bíðum eftir svari Péturs, dálítið spennt, skyldi þessi dugmikli og hvatvísi fiskimaður getað játað Jesú ást sína? Og já, það getur hann, og þá getum við það líka: „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“
Pistill

Ilmurinn

Vonin brýtur sér alltaf leið úr myrkrinu. Úr öskunni, brjótast græn grasstráin, laufin sem þrá frelsi laufgast á greinum tjránna.
Pistill

Núvitundaríhugun, fimmti hluti: Hljóð og hugsanir

Vitund okkar er vakandi, við sjáum og heyrum og skynjum það sem fram fer innra með okkur og í ytra umhverfinu. Við erum hér og nú. Allt má vera það sem það er, engu þarf að breyta einmitt núna. Við hvílum bara í því sem er, erum vitni að öllu þessu án þess að það raski ró okkar. Andardrátturinn, lífgjöf Guðs, er akkeri okkar, friður okkar.
Pistill

Hæfileg fjarlægð og nauðsynleg nálægð

Nú er kjörið tækifæri til að prófa bænina og láta á það reyna hvort hún breyti einhverju.
Pistill

Guð annast um þig

Guð fylgist með þér, lítur eftir þér, líka á hinum dimma og drungalega degi þegar þér finnst þú vera heillum horfin. Guð heldur þér til haga, Guð sér þér fyrir hvíldarstað, þú sem ert hrakin og veikburða. Og Guð gætir líka þín sem er kröftug og sjálfri þér nóg.
Predikun

Hamingjan sanna

Við sem í dag lifum og komin á miðjan aldur einhver tæplega og aðrir rúmlega þá er ekki annað hægt að segja að við höfum lifað tiltölulega góða tíma heimssögulega utan kreppu sem „ beyglaði“ tilveruna um stund og rétti sig síðan af. Auk alls hins sem kastað hefur verið í safnþró þess sem hefur gerst utan garðhliðs okkar daglegu tilveru hér á norðuhveli jarðar, tíma friðar og farsældar.
Pistill

Gleðilegt sumar

Gleðin er ein af Guðs góðu gjöfum, en á stundum gleymum við bæði að þakka hana og þiggja. En gleðin stendur þó ávallt fyrir sínu.
Pistill

Innlifunaríhugun 2: Friður sé með þér!

Orðin hans hljóma svo mögnuð, eins og bergmál úr innsta kjarna alls sem er, vera hans öll er svo þrungin krafti og kærleika. Friður sé með þér, friður og fyrirgefning fylgi þér, segir hann við okkur, fyrirgefning Guðs fái farveg í gegn um þitt líf, stöðvaðu ekki flæði fyrirgefningarinnar, veittu árstraumum friðar Guðs áfram.
Pistill

Komið til mín

Það er dýr­mætt að eiga at­hvarf í bæn­inni. Í kap­ellu sum­ar­búðanna í Vatna­skógi er af­steypa af Krists­mynd Thor­vald­sens með áletr­un­inni „Komið til mín“.
Pistill