Trú.is

Samtal við illvirkja

Mitt í öllu því líkamlega, siðferðilega, pólitíska og tilvistarlega hruni sem krossfestingin lýsir – segir Lúkas sögu af tveimur illvirkjum. Já, hann færir út sjónarsviðið og Jesús er ekki einn þolandi þessarar grimmilegu refsingar. Af öllum þeim samskiptum sem hann hafði átt við fólk – áttu þessi eftir að verða hans síðustu, samtal við illvirkja.
Predikun

Nafnlausar konur

"Og enn erum við að deila um veru kvenna innan kirkunnar um allan heim. Enn finnst okkur röddin þeirra óþægileg og ögrandi. Enn erum við að smætta veru þeirra niður í kynið þeirra og tilfinningar."
Predikun

Listaverkið

Viðbrögð Jesú við hneykslunarorðum nærstaddra getum við með sama hætti tekið lengra og spurt: Hvers virði er samfélag sem gaukar ölmusu að fátækum en tekur ekki á grunnatriðum í skiptingu auðs og verðmæta? Er hún ekki ein birtingarmynd þess böls sem hvílir á heiminum? Það er sístætt verkefni okkar að vinna gegn henni. Í þeim efnum þarf líka að spyrja stórra spurninga, ögra ríkjandi gildum, setja fram staðhæfingar sem framkalla hneykslunarsvip á fólki.
Predikun

Uggur og ótti

Og hvað með okkur? Munu komandi kynslóðir spyrja sig sömu spurninga og vakna í hugum okkar þegar við lesum af hinu ógnvekjandi verkefni Abrahams? Hvað gekk þeim til? Var hugsjónin um líf í allsnægtum svo sterk í hugum okkar að þar mátti fórna nánast öllu til? Spurning Kierkegaards var ekki ósvipuð. Hann spurði út í þá trú sem einkenndi samfélag það sem hann var hluti af. Í okkar tilviki byggir hún á velmegun og þægindum sem við viljum helst eignast án fyrirhafnar og þrauta. Við viljum helst ýta öllu slíku yfir á aðra.
Predikun

Er brauð bara brauð?

En er brauð bara brauð? Nei, í þessu samhengi er brauð ekki bara brauð. Textarnir í dag eru leyndardómsfullir. Þeir tengjast þeim leyndardómum sem grundvalla hina kristnu trú. Þeir leyndardómar snúa m.a. að þrenningunni og einnig eðli Jesú.
Predikun

Davíð og Golíat

Mildi í samskiptum okkar hvert við annað. Mildi, þegar við lítum til náungans, metum, dæmum, hugsum og orðum. Mildin sprettur til dæmis fram þar sem við leggjum okkur fram um að setja okkur í annarra spor.
Predikun

Ekki vera Golíat

Sú kirkja sem átti eftir að kenna sig við nafn Jesú átti síðar eftir að öðlast yfirburðarstöðu í heiminum og hefur hana í einhverjum skilningi ennþá. Nýlenduveldin skreyttu sig með krossi Krists þegar þau lögðu að velli heilu þjóðirnar. Á tímum kalda stríðsins var kristin trú eitt af einkennum vesturlandanna andstætt kommúnismanum sem boðaði trúleysi. Og þegar múrar hrundu þá þótti mörgum ljóst að yfirburðir hins fyrrnefnda hefðu þar komið í ljós. Hún hefur löngum verið eins og tröll á velli og hefur undirstrikað það með glæsibyggingum og flóku kerfi embætta.
Predikun

Bartímeus, Melkísedek og fermingarbörnin

Biblían er í mínum huga eins og gimsteinn. Boðskapurinn er ómetanlegur og dýrmætur. Kærleikurinn laðar jafnframt fram aðra mikilvæga eiginleika, eins og mildi í garð annarra. Við þurfum að rækta með okkur meiri mildi í samfélaginu, bæði í eigin garð og annarra, að mínu mati.
Predikun

Fórnir og hreinsunaraðferðir

Hér er eitthvað ófullkomið rétt eins og líkamarnir sem Arnar hefur fest upp á veggi safnaðarheimilisins. Og um leið er það vitundin um að allar manneskjur eru breyskar – ekki fullkomnar eins og steinstyttur sem ekki breytast - nema þegar hamrarnir mölva þær – heldur síbreytilegar. Já, fegurðin býr í hinu ófullkomna – það getur breyst til batnaðar, tekið stakkaskiptum, endurheimt það sem var brotið og bjagað.
Predikun

Listin að fara sér hægar

Það eru einmitt þessi öfugsnúnu skilaboð sem ekki bara fastan færir okkur heldur kristindómurinn sem slíkur. Hún er öfugsnúin í merkingu hins veraldlega þar sem allt gengur út á hraða og yfirburði – en heilbrigðari og nátengdari mennskunni heldur en asinn og hávaðinn.
Predikun

Öllum jurtum meira?

Hvað er svona merkilegt við mustarðskorn? Er Guð kannski stöðugt að koma okkur á óvart?
Predikun

Öreigar og tjaldbúðargestir

Nú er tekist á um rétt Eflingarfólksins til að krefjast kjarabóta. Þar er þungur róður og stormur í fang. Þó hindra nú ekki eldgos, pestir eða óáran þau er «útgerðir» eiga í að fylla þar skip og hirslur allar af fé. Ferðamenn streyma til okkar fallega lands til að njóta hér einstakrar náttúru og gestrisni. Það eru fjármunir í fegurðinni! Það vita líka hinir erlendu sjóðir sem nú sækjast eftir að kaupa hér upp flest hótel og ferðaþjónustusvæði. Það vilja margir kaupa fjöllin og dalina til að selja öðrum þá guðsopinberun sem felst í að standa á tindi tilverunnar einhvers staðar úti í auðninni. Þannig á að gera út á fjöllinn líkt og fiskinn. Að þar verði allt eign fárra. Einhverskonar lokuð tjaldbúð sem aðeins fáir megi koma til, þessi fáu sem eiga næga peninga. Aðgengi að fjöllum má ekki selja eða takmarka.
Predikun