Lífsjátningar
Við flytjum trúarjátningar – þær hefjast á orðunum „Ég trúi“. Sálmur Hallgríms er í því samhengi ákveðin ,,lífsjátning“. Hann segir: „Ég lifi“. Og sálmurinn verður óður til æðruleysis, að býsnast ekki yfir því hlutskipti sem öllu lífi er búið. En að sama skapi er þetta einhvers konar tilvistarþrungið siguróp. „Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey.“ Og raunamaðurinn Job sem sjálfur horfði framan í grimmd heimsins fær sinn sess í þessum óð. Job flutti sína játningu með þessum orðum: „Ég veit minn lausnari lifir“ Hallgrímur rær á sömu mið þegar hann yrkir í miðjum sálmi: „Ég veit minn ljúfur lifir, lausnarinn himnum á“.
Skúli Sigurður Ólafsson
26.10.2024
26.10.2024
Predikun
Dáið er allt án drauma
„Dáið er allt án drauma“ orti efnispilturinn Laxness. Hann þekkti töfra skáldskaparins, átti eftir að deila hugsjónum sínum með þjóðinni, talaði eins og spámaður inn í sjálfhverfu, heimóttarskap og þjóðrembu. Þetta er hlutverk listamannsins. Og hér á eftir ætlar Erla að deila með okkur hugsunum sínum og hugsjónum úr sínum tæra töfraheimi.
Skúli Sigurður Ólafsson
22.6.2024
22.6.2024
Predikun
Hátíðarfólk
Þá sigldu kaupmenn til fjarlægra heimshorna fyrir nokkra bauka af negul og kanil. Saltnámur skiluðu miklum auði. Jesús talar um konunga í guðspjallinu, en hvaða hirð gat notið þeirrar tónistar og leiklistar sem íslenskur grunnskólanemi hefur aðgang að? Já, að fara í heita sturtu – það þótti nýlunda fyrir kynslóð afa míns og ömmu. Svona mætti áfram telja, klæðaskápar, ferðalög, leikir, svo ekki sé nú talað um heilsugæslu og læknisþjónustu. Hvaða sólkonungar áttu roð í okkur þegar kemur að því úrvali öllu? Er það von að við þykjumst tróna yfir öllu og öllum og geta valið á milli kostanna þegar kemur að sjálfum eilífðarmálunum? Munaðurinn hefur þrátt fyrir allt fengið guðlegan sess.
Skúli Sigurður Ólafsson
9.6.2024
9.6.2024
Predikun
Orð sem skapa
Eitt af áhrifamestu verkum Jónu Hlífar geymir einmitt mikla sögu. Það sem virðist vera saklaus veðurfarslýsing reynist vera harmleikur, sjálfsvíg verkalýðsleiðtoga norður á Siglufirði eftir hatrömm átök við útgerðarmenn á tíma kreppunnar. Sagan ætti að standa þarna í framhaldinu en listamaðurinn lætur nægja þessi inngangsorð. Þau marka endi á lífssögu og upphaf mikilla þrenginga, fyrir aðstandendur og samfélagið allt. Já, dauðinn á sér margar birtingarmyndir.
Skúli Sigurður Ólafsson
19.5.2024
19.5.2024
Predikun
Kumpánar
Máltíðin á að vera heilög stund, í þeirri merkingu að við tökum hana frá. Við ættum að einbeita okkur að því að verja tímanum saman við borðið, vera alvöru kumpánar, hver sem annars tengsl okkar eru. Það er eitthvað nöturlegt við þá tilhugsun að fjöldi fólks æði eftir hraðbrautinni með einhvern skyndibita og að hluti þess fólks hendi umbúðunum svo út um gluggann. Hversu kúlturlaus er hægt að vera?
Skúli Sigurður Ólafsson
28.3.2024
28.3.2024
Predikun
Saltað og lýst
Já, ég skammaðist mín hálfpartinn þegar ég kom tómhentur heim úr búðinni. Hvaða asi var þetta á mér og í hverju fólst sérstaða þessa drykkjar umfram allt hitt úrvalið? Jú, að baki honum voru einhverjir jútúbarar sem höfðu slegið í gegn á þeim miðli. Auðvelt hefði verið að fórna hönum og hrópa: „heimur versnandi fer!“ En hér er ekkert nýtt undir sólinni. Kristin trú miðlar okkur á hinn bóginn þeim boðskap að þótt sumir fái meiri athygli og séu jafnvel sveipaðir helgum ljóma, býr saltið og ljósið í hverju okkar. Og það er okkar hlutverk að gefa heiminum bragð og láta ljós okkar lýsa í veröld sem þarf svo mikið á því að halda.
Skúli Sigurður Ólafsson
5.11.2023
5.11.2023
Predikun
Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau
Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Árni Þór Þórsson
2.11.2023
2.11.2023
Predikun
Ógnvekjandi og yfirþyrmandi
Það sem hann skynjaði var í senn ógnvekjandi og yfirþyrmandi. Og sannarlega af þeim toga að orðin þrjóta til að ná utan um það. Já, eilíft líf – eilífðin – er það ekki stærsta spurning sem allar hugsandi verur geta brotið heilann um? Hvernig er að vera takmörkuð í tíma og rúmi í alheimi sem teygir sig svo ógnarlangt í allar áttir?
Skúli Sigurður Ólafsson
8.10.2023
8.10.2023
Predikun
Ógnvekjandi og yfirþyrmandi
Það sem hann skynjaði var í senn ógnvekjandi og yfirþyrmandi. Og sannarlega af þeim toga að orðin þrjóta til að ná utan um það. Já, eilíft líf – eilífðin – er það ekki stærsta spurning sem allar hugsandi verur geta brotið heilann um? Hvernig er að vera takmörkuð í tíma og rúmi í alheimi sem teygir sig svo ógnarlangt í allar áttir?
Skúli Sigurður Ólafsson
8.10.2023
8.10.2023
Predikun
Orð
Og markmið okkar kannski það að miðla áfram okkar bestu frásögum til komandi kynslóða. Frásögum og orðum sem veita nýtt upphaf, sem veita nýja möguleika, sem reisa okkur við er við föllum, sem gera alla hluti nýja.
Þorvaldur Víðisson
25.9.2023
25.9.2023
Pistill
Takk, Predikari
Þessi pistill er byggður á erindi um bók Steindórs J. Erlingssonar: Lífið er staður þar sem bannað er að lifa.
Skúli Sigurður Ólafsson
1.10.2023
1.10.2023
Pistill
Jaðarstund
Er það ekki eðli góðrar listar að snúa sjónarhorninu að áhorfandanum sjálfum? Þetta hugleiddi ég á safninu í Ósló og þessar hugsanir mæta okkur í óði Huldu til nýliðinnar jaðarstundar. Að endingu réttir listamaðurinn fram spegil sem sýnir áhorfandann sjálfan og þá veröld sem hann er hluti af.
Skúli Sigurður Ólafsson
2.7.2023
2.7.2023
Predikun
Færslur samtals: 27