Trú.is

Minningarkirkjan

Og Minningarkirkjan hefur eins og vegghleðslur Áslaugar, tvíbenta merkingu. Boðskapurinn hennar vísar ekki aðeins til vonsku heimsins. Rústirnar fela líka í sér von um að þrátt fyrir eyðingu og eld þá taki við tímar endurreisnar. Klukkurnar í kirkjuturninum þykja þær hljómfegurstu í borginni. Á þeirri stærstu er áletrun úr spádómsriti Jesaja: „Borgirnar yðar eru brenndar (Jes. 1.7). En hjálpræði mitt er ævarandi og réttlæti mitt líður ekki undir lok“ (Jes. 51.6).
Predikun

Málhalti leiðtoginn

Boðorðin eru yfirlýsing um siðferði, grunngildi sem ekki má stíga út fyrir. Í því umhverfi birtist leiðtoginn okkur hvað skýrast. Boðskapurinn sem við tökum með okkur er á þá leið að mannkostir, líkamsburðir, mælska og gáfur hafa lítið að segja ef markmiðið er ekki annað en að auka vægi leiðtogans sjálfs. Hinn málhalti stendur slíkum einstaklingum langtum framar ef orð hans og erindi eru grundvölluð á æðri gildum.
Predikun

Lítil eins og sinnepsfræ

Á þeim krossgötum talar Biblían til okkar. Hún miðlar okkur þeirri hugsun að trúin er í lykilhlutverki til að leiðbeina okkur eftir þeirri braut. Og gengur enn lengra. Hún greinir á milli þeirrar trúar sem er eigingjörn og skeytingarlaus um hag náungans og svo hinnar sem ber ríkulegan ávöxt í þjónustu okkar og köllun. Þótt sú síðarnefnda kunni að vera lítil eins og sinnepsfræ – þá er hún lifandi og þar skilur á milli.
Predikun

Trúin og mustarðskornið

Trúin er svolítið eins og ferðalag. Hún er eins og lítið frækorn, sem við berum í hjarta okkar í gegnum lífið. Og á leið okkar gegnum lífið þá tökumst við á við ýmsar trúarlegar spurningar. Hvað er mér ætlað í þessu lífi? Get ég treyst því að Guð sé til?
Predikun

Alþjóðleg bænavika

Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu.
Predikun

Niður úr trénu

Hvað er kristin trú og til hvers leiðir hún? Trúin vekur með okkur vonir og hún styrkir siðferði okkar og eykur kærleika okkar til systra okkar og bræða, til samferðafólksins. Eitt megineinkenni kristinnar trúar er að hún sameinar fólk. Sá eða sú, sem frelsast og tekur kristna trú, hverfur ekki inn í sjálfa sig heldur frelsast á vit annarra. Kristin trú er samfélag, hún er samfélag okkar við Guð og við hvert annað.
Predikun

Skírn Jesú

Í kristni er öll áhersla á þessa einu fórn sem er Jesús Kristur. Við þurfum ekki að fórna neinu í hinum gamla skilningi. Okkur er aðeins ætlað að trúa og biðja. Þar liggur okkar leið. Að fylgja Jesú og láta líf okkar allt benda á hann. Líf okkar bendir á Jesú ef í lífi okkar er að finna kærleika og umhyggju fyrir öðru fólki og vissu um að Guð er skapari og lífgjafi alls sem er.
Predikun

Hvunndagshetjur

Þegar heimurinn lyftir þeim upp og magnar sem hafa náð tangarhaldi á öllum auði og allri athygli, þá beinir Biblían sjónum okkar að fulltrúum hinna, þeim sem að öðrum kosti hefðu fallið í skuggann og horfið í djúp gleymskunnar. Já, fyrir Guði er manneskjan dýrmæt óháð því hvert kastljósið beinist. Og þá um leið birtist okkur þessi lífsspeki og jafnvel leiðtogasýn sem boðar gerólíka afstöðu til þess að veita forystu og lifa verðugu lífi.
Predikun

Að vera öðrum blessun

Sá ættbálkur fékk það hlutverk að vera öðrum blessun. Vera öðrum, þ.e.a.s. þeim sem fyrir utan ættbálkinn stóðu, til gæfu. Þetta var gríðarlega róttæk hugmynd, svo róttæk að hún breytti heiminum.
Predikun

Fíkjutréð

Blóm fíkjutrésins eru falin inn í ávexti fíkjutrésins, vissu þið þetta?
Predikun

Fagnaðarerindið opinberast í lífi okkar hér og nú

Hvatning Markúsar er að við meðtökum fagnaðarerindið inn í líf okkar hér og nú, og lifum okkar lífi á þann máta að það sé vitnisburður um kærleika Guðs til mannanna.
Predikun

Friðarkonungurinn

Í 2022 ár hefur fæðingarfrásagan um Jesú verið rifjuð upp. Atburðurinn markaði slík spor í Vestrænu samfélagi og víðar, að frá fæðingu Jesú teljum við árin. Það eru s.s. 2022 ár frá fæðingu hans. En hvernig var það fyrir fæðingu Jesú? Þekkir þú það?
Predikun