Undir lögmáli náðar
Það má segja að fjallræðan hafi verið stefnuræða þ.e.a.s. boð um breytingar.
Stutta útskýringin fyrir komu Jesú.. er, að hann hafi komið og endurnýjað stjórnarskrá himnaríkis.. en það krefst lengri útskýringar að segja.. af hverju hann þurfti að uppfylla lögmálið.. Við verðum að hafa það hugfast að lögmálið var í fullu gildi á meðan Jesús lifði.. Hann fæddist gyðingur og til þess að uppfylla það.. varð hann að fara í einu og öllu eftir því.. Hvert smáatriði skyldi virt.
Bryndís Svavarsdóttir
16.7.2023
16.7.2023
Predikun
Kvika
Við erum mótuð af þeim boðskap sem hér hefur verið ræddur. Þarna varð til sú ólgandi kvika sem átti eftir að brjótast upp á yfirborðið þegar undirokaðir hópar leituðu réttlætis. Þá sóttu þeir í þessa texta og gátu jafnvel með friðsamlegum hætti, samspili réttlætis, miskunnsemi og heiðarleikann opnað augu samfélagsins fyrir því sem aflaga fór.
Skúli Sigurður Ólafsson
16.7.2023
16.7.2023
Predikun
Skjálftar
Skjálftar hafa áhrif. Dæmi eru um að fólk hafi hreinlega endurskoðað hugmyndir sínar um lífið og tilveruna, já Guð í kjölfar jarðhræringa. Áður en GPS mælar upplýstu fólk frá degi til dags um dýpt hraunhvikunnar undir jarðskorpunni áleit fólk að þar væru guðleg öfl að verki. Þarf ekki að undra. Drunurnar minna á ógnvekjandi karldýr sem urrar á bráð eða andstæðing. Og, eins og við höfum sjálfsagt mörg upplifað, þá erum við ósköp smá í samhengi jarðfræðinnar. Það má hrista okkur á alla kanta án þess að við fáum rönd við reist.
Skúli Sigurður Ólafsson
9.7.2023
9.7.2023
Predikun
Samfélag syndaranna
Í guðspjallinu.. reyna farísear og fræðimenn að leggja snöru fyrir Jesú.. er þeir koma með hórseka konu til hans.. Vafalaust var hún sek.. en það er augljóst að þeir voru að reyna Jesú, því þeir komu aðeins með konuna.. þó Móselögin kvæðu á um, að bæði maðurinn og konan skyldu vera grýtt til dauða..
Bryndís Svavarsdóttir
2.7.2023
2.7.2023
Predikun
Heilagur andi
Hugtakið ,,andi” gefur til kynna eitthvað óáþreifanlegt.. eitthvað sem við sjáum ekki.. Og við getum spurt okkur: Skapar það vandamál ?.. Við sjáum heldur ekki Guð og Jesú.. þó við sjáum þá.. fyrir okkur sem persónur.. og aðeins Jesús hefur gengið hér á jörð í áþreifanlegri og snertanlegri persónu..
Bryndís Svavarsdóttir
28.5.2023
28.5.2023
Predikun
Jaðarstund
Er það ekki eðli góðrar listar að snúa sjónarhorninu að áhorfandanum sjálfum? Þetta hugleiddi ég á safninu í Ósló og þessar hugsanir mæta okkur í óði Huldu til nýliðinnar jaðarstundar. Að endingu réttir listamaðurinn fram spegil sem sýnir áhorfandann sjálfan og þá veröld sem hann er hluti af.
Skúli Sigurður Ólafsson
2.7.2023
2.7.2023
Predikun
Gjafari allra hluta.
Þriggja ára telpa fór með ömmu sinni í sauðburð í fyrsta sinn nú í vor og var svo lánsöm að sjá á bera. Eðlinu samkvæmt fór ærin að kara lambið og því fylgdi að hún tók hluta líknarbelgsins utan af lambinu þannig að stríkkaði á himnunni svo hún sást vel.
Spurði þá telpan: „Amma, Er kindin að taka plastið utan af nýja lambinu sínu?"
Já það er von að blessað barnið spyrji hvort lífið komi innpakkað í plast.
Sveinn Valgeirsson
17.6.2023
17.6.2023
Predikun
Þurfum við Íslendingar frelsara?
Við veltum fyrir okkur hér ýmsu því sem einkennir íslenska þjóð og spyrjum: Þurfum við á frelsara að halda?
Ægir Örn Sveinsson
18.5.2023
18.5.2023
Predikun
Litríka kirkjan
Ég kippi mér ekki upp við að í kirkju á höfuðborgarsvæðinu sé reglulega karlakaffi þar sem málsmetandi karlar halda erindi fyrir aðra karla, eins þykir mér bara gott mál að í kirkju úti á landi sé prjónasamvera auglýst sérstaklega fyrir konur, þótt það sé nú ólíklegt að mér væri úthýst ef ég kæmi og vildi prjóna með. Foreldramorgnar í kirkjum landsins eru hugsaðir fyrir foreldra ungra barna, eldri borgara samverur fyrir eldri borgara og þannig er það ýmsu kirkjustarfi að það er ákveðinn markhópur sem starfið beinist að.
Sindri Geir Óskarsson
22.5.2023
22.5.2023
Pistill
Einum huga
Þessa minnumst við nú, þegar liðin eru 40 ár frá því að fyrsti einstaklingurinn var greindur með alnæmi hérlendis. Þeir atburðir birta okkur er napran vitnisburð um það andrúmsloft sem getur myndast í kirkjunni. Af þessu tilefni rifjum við upp ummæli kristinna leiðtoga sem töldu hið banvæna mein vera refsingu Guðs fyrir því sem þeir töldu vera ólifnað samkynhneigðra.
Skúli Sigurður Ólafsson
22.5.2023
22.5.2023
Predikun
Full af gleði - og kvíða
Skáldið ræðir við Guð um tilfinningar sínar sem við öll getum væntanlega samsamað okkur við, gleði og kvíði gagnvart lífsundrinu.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
14.5.2023
14.5.2023
Predikun
Í heimi draums og líkingamáls
Þessi líking er mér huggun í veröld þar sem sífellt er barist um völd. Vígvellirnir birtast okkur víða: í stríðshrjáðum löndum, á svívirtum líkömum eða í hljóðlátu en ógnvekjandi kapphlaupi við stjórnlausa tækni sem kann að svipta okkur mennskunni. Þurfum við, mitt í þessum ósköpum ekki einmitt þá trú sem talar til okkar úr annarri átt – úr heimi draums og líkingamáls?
Skúli Sigurður Ólafsson
7.5.2023
7.5.2023
Predikun
Færslur samtals: 5863