Trú.is

Séra Friðrik

Þegar við höfðum farið yfir störf hans og horft á stórgott myndband sem segir sögu hans tókum við upp þráðinn og ræddum um muninn á góðum leiðtogum og þeim sem leiða fólk í ógöngur. Hvar liggur munurinn? Jú, þeir góðu eru hógværir, þeir segja satt, þeir ala önn fyrir sínu fólki. Í þeirra huga snýst starfið um fylgjendurna, fólkið sem treystir þeim. Góðir leiðtogar gera alla í kringum sig betri, heilbrigðari, frjálsari og já eins og okkar maður – móta úr því þá leiðtoga sem geta haldið starfinu áfram. Og þar sækja þeir í þá lind sem trúin er í lífi hverrar manneskju, sönn og uppbyggileg.
Predikun

Séra Friðrik

Þegar við höfðum farið yfir störf hans og horft á stórgott myndband sem segir sögu hans tókum við upp þráðinn og ræddum um muninn á góðum leiðtogum og þeim sem leiða fólk í ógöngur. Hvar liggur munurinn? Jú, þeir góðu eru hógværir, þeir segja satt, þeir ala önn fyrir sínu fólki. Í þeirra huga snýst starfið um fylgjendurna, fólkið sem treystir þeim. Góðir leiðtogar gera alla í kringum sig betri, heilbrigðari, frjálsari og já eins og okkar maður – móta úr því þá leiðtoga sem geta haldið starfinu áfram. Og þar sækja þeir í þá lind sem trúin er í lífi hverrar manneskju, sönn og uppbyggileg.
Predikun

Ráðsmaður og þjónn

Það er sjálfsagt út frá þessum grunni sem Jesús notar orðið „ráðsmaður“ og ,,þjónn“ um þann sem getur haft örlög fólks í hendi sér. Orðið kallar fram mynd í huga mínum af þekktri persónu af hvíta tjaldinu sem sjálfur Anthony Hopkins lék af stakri snilld hér forðum í Dreggjum dagsins. Aðalsmerki ráðsmanns er ekki fyrirgangur og duttlungar, heldur þvert á móti ábyrgðin sem hann gegnir og henni fylgir sannarlega ríkuleg auðmýkt gagnvart því verkefni sem honum er falið að sinna.
Predikun

Skjálftar

Skjálftar hafa áhrif. Dæmi eru um að fólk hafi hreinlega endurskoðað hugmyndir sínar um lífið og tilveruna, já Guð í kjölfar jarðhræringa. Áður en GPS mælar upplýstu fólk frá degi til dags um dýpt hraunhvikunnar undir jarðskorpunni áleit fólk að þar væru guðleg öfl að verki. Þarf ekki að undra. Drunurnar minna á ógnvekjandi karldýr sem urrar á bráð eða andstæðing. Og, eins og við höfum sjálfsagt mörg upplifað, þá erum við ósköp smá í samhengi jarðfræðinnar. Það má hrista okkur á alla kanta án þess að við fáum rönd við reist.
Predikun

Ekki Drottna heldur vera fyrirmynd: Hirðar að fornu og nýju

[Á] sama tíma og pistillinn talar sérstaklega til þeirra sem í stafni standa höfða orð hans til okkar allra, sama hvaða störfum við gegnum. Því að allar manneskjur eru einhvern tíma í einhverju samhengi í valdastöðu gagnvart öðrum og þá hlýtur sama reglan að gilda, að maður skuli forðast að „drottna“, þ.e.a.s. gera sig sekan um e-s konar valdníðslu, en leitast frekar við að vera sjálfur eða sjálf góð fyrirmynd í framgöngu sinni.Þegar öllu er til skila haldið snúast því þær spurningar um hirðishlutverkið, sem textar dagsins velta upp, um það hvort maður sé þess trausts verður sem fylgir „hirðishlutverki“ manns hverju sinni, sama í hverju það felst, og um það á hvaða forsendum maður rækir það hlutverk.
Predikun

Spurt í þrígang

Kristur felur Símoni Pétri að leiða hjörð sína og þar spyr hann lykilspurningarinnar – á hverju hann byggir forystu sína. Svo þýðingarmikil er spurningin að hann endurtekur hana í þrígang. Og svo sígild er spurningin að hún opinberar okkur eðli þeirra þeirrar forystu sem er við lýði á hverjum tíma. Hvar slær hjarta leiðtogans? Enn spyrjum við okkur þeirrar spurningar. Setur hann sjálfan sig í öndvegi, er það hégóminn sem ræður, valdafíknin, bónusarnir? Illa fer fyrir því samfélagi sem á sér slíkan hirði.
Predikun

Málhalti leiðtoginn

Boðorðin eru yfirlýsing um siðferði, grunngildi sem ekki má stíga út fyrir. Í því umhverfi birtist leiðtoginn okkur hvað skýrast. Boðskapurinn sem við tökum með okkur er á þá leið að mannkostir, líkamsburðir, mælska og gáfur hafa lítið að segja ef markmiðið er ekki annað en að auka vægi leiðtogans sjálfs. Hinn málhalti stendur slíkum einstaklingum langtum framar ef orð hans og erindi eru grundvölluð á æðri gildum.
Predikun

Hvunndagshetjur

Þegar heimurinn lyftir þeim upp og magnar sem hafa náð tangarhaldi á öllum auði og allri athygli, þá beinir Biblían sjónum okkar að fulltrúum hinna, þeim sem að öðrum kosti hefðu fallið í skuggann og horfið í djúp gleymskunnar. Já, fyrir Guði er manneskjan dýrmæt óháð því hvert kastljósið beinist. Og þá um leið birtist okkur þessi lífsspeki og jafnvel leiðtogasýn sem boðar gerólíka afstöðu til þess að veita forystu og lifa verðugu lífi.
Predikun

Hrifsarar og gjafarar

Stundum verða heilu þjóðfélögin fyrir þeirri ógæfu að velja sér til forystu leiðtoga sem eru einmitt þetta – hrifsarar
Predikun

Um hvað ertu?

Líklega spyr Biblían og svarar sömu spurningu um okkur: ,,Um hvað ert þú?" Það sýna frásagnirnar sem hér voru lesnar. Og hún hvetur okkur til að bera hana upp, ekki aðeins við okkur sem einstaklinga heldur við hvert það samfélag sem við tilheyrum.
Predikun

Af hverju vildu Íslendingar Vídalínspostillu en ekki Gíslapostillu?

Segja má að Gísla­post­illa hafi gleymst í kjöl­far þess að post­illa Jóns Vídalíns kom út. Spyrja má hvers vegna sú varð raun­in.
Pistill

Trúin í boltanum og trúin á boltann

Fótboltinn birtist okkur nú sem vettvangur trúarlegs atferlis í almannarými. Í ljósi þess hversu margir fylgjast með, er óhætt að segja að óvíða veki bænir, signingar og önnur tjáning jafn mikla athygli og á fótboltavellinum.
Pistill