Trú.is

Borðfélagar Jesú

Og gefum okkur að við horfum á myndina sem heilaga kvöldmáltíð og veltum fyrir okkur - hvernig hefði Jesús brugðist við? Sá sem samneytti syndurum, sá sem braut hefðir og ræddir guðfræði við "bersynduga" Samverska konu, sá sem var tilbúinn að ganga gegn hefðbundum gildum eins og því að musterishæðin væri staðurinn til að fórna og tilbiðja?
Predikun

Er hin kristna fyrirgefning óraunhæf í mannlegu samfélagi?

Hin kristna fyrirgefning virðist því koma á undan því skrefi að misgjörðarmennirnir taki ábyrgð á gjörðum sínum. Þ.e. Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim, þótt þeir viti ekki hvað þeir hafi gert rangt. Skömmin þarf vitanlega að búa á réttum stað og ljóst hver er gerandinn og hver er þolandinn.
Predikun

Dáið er allt án drauma

„Dáið er allt án drauma“ orti efnispilturinn Laxness. Hann þekkti töfra skáldskaparins, átti eftir að deila hugsjónum sínum með þjóðinni, talaði eins og spámaður inn í sjálfhverfu, heimóttarskap og þjóðrembu. Þetta er hlutverk listamannsins. Og hér á eftir ætlar Erla að deila með okkur hugsunum sínum og hugsjónum úr sínum tæra töfraheimi.
Predikun

Orð sem skapa

Eitt af áhrifamestu verkum Jónu Hlífar geymir einmitt mikla sögu. Það sem virðist vera saklaus veðurfarslýsing reynist vera harmleikur, sjálfsvíg verkalýðsleiðtoga norður á Siglufirði eftir hatrömm átök við útgerðarmenn á tíma kreppunnar. Sagan ætti að standa þarna í framhaldinu en listamaðurinn lætur nægja þessi inngangsorð. Þau marka endi á lífssögu og upphaf mikilla þrenginga, fyrir aðstandendur og samfélagið allt. Já, dauðinn á sér margar birtingarmyndir.
Predikun

Trúin er ávallt leitandi

Við finnum það á svona textum hve rangt það er þegar manneskjan setur sig á háan hest á grundvelli trúar sinnar. Einkenni trúarinnar hjá hinum nýja manni, ef við vísum í orðalag postulans, þá er hún ávallt leitandi, auðmjúk, mild, gæskurík og þjónandi.
Predikun

Setning prestastefnu 2024

Fjöldahreyfing - sem sækir einmitt styrkinn í það að þar fara margir saman; en sá styrkur hefði aldrei orðið til ef kirkjan hefði ekki fengið það erindi sem hún er send með. Að boða Jesúm Krist, krossfestan og upprisinn.
Predikun

Vigdís

Söngurinn sem þeir sungu í kosningasjónvarpinu er kostulegur og hefur reyndar ekki elst mjög vel. Hvað á það annars að þýða að „allir þrái“ einu konuna sem þarna býður fram krafta sína? En við getum gefið þeim orðum eðlilegri blæ og lýst því yfir að öll þráum við forystumanneskju eins og hana Vigdísi. Þar hafa frambjóðendur verðuga fyrirmynd sem við getum svo sótt lengra aftur, í sjóði frásagna ritningarinnar.
Predikun

Biðraðir

En þessi lífsreyndi hugsuður, Predikarinn, hefur augljóslega séð þetta allt. Hann hefur heyrt siguróp hinna fremstu, séð glampann í augum hinna vinsælu, skynjað hvernig þau geisla af gleði sem tróna yfir öðru fólki. Og um leið hefur hann lært það hversu fallvöld gæfan er. Hann veit að ekki er allt gull sem glóir í þessum efnum. Farældin er að hans mati fólgin í öðrum þáttum:
Predikun

Hinir djúpu og himnesku glitþræðir

Glitþræðirnir ljóma þegar kærleikurinn er ræktaður og tengslin sem gera lífið fagurt, þegar við hlúum hvert að öðru, gefum öðrum gaum, gefum af okkur, ekki bara eitthvað sem rúmast í kassa, heldur einnig það sem ekki er hægt að pakka inn.
Predikun

Enginn hroki er í elskunni

Spekingar og hyggindamenn eru líklega samnefnarar yfir okkur manneskjurnar þegar við teljum okkur vita allt, þegar við teljum okkur hafa rétt fyrir okkur, þegar við teljum okkur hafa höndlað sannleikann. Elskan og hrokinn fara nefnilega illa saman.
Predikun

Hlutverk biskups Íslands

Erindi flutt á fundi um biskupsembættið sem haldinn var í Breiðholtskirkju miðvikudagskvöldið 15. nóvember 2023, í aðdraganda komandi biskupskosninga. Fundarstjóri og skipuleggjandi fundarins var prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, séra Bryndís Malla Elídóttir.
Pistill

Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau

Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Predikun