Trú.is

Guðfræði skiptir máli

Sumir fræðimenn tala um Bolsonaro sem einn hættulegasta mann jarðar, svo hart gengur hann fram gegn regnskóginum.
Pistill

Að loka augunum - eða ljúka upp hjartanu?

Ódæðið í Ameríku vekur okkur til umhugsunar um hugarfar og afstöðu okkar eigin þjóðar og okkar sjálfra. Við viljum trúa því að við séum fordómalaust fólk sem mætum hverri manneskju eins og hún er, óháð því sem ef til vill gerir hana ólíka okkur sjálfum. En því miður hefur ýmislegt komið á daginn undanfarnar vikur sem ekki ber þjóðfélagi okkar fagurt vitni.
Predikun

Núvitundaríhugun, áttundi hluti: Byrjum á byrjuninni

Hvert andartak er ný byrjun, hvert augnablik nýtt upphaf, allt er í sífellu nýtt, ekkert sem er núna hefur verið áður. Andartakið er í senn hverfult og eilíft, hverfur skjótt en á sér uppsprettu í eilífð Guðs sem lífsandann gefur.
Pistill

Innilifurnaríhugun 6: Eftirvænting

Við leyfum orðunum að síast inn, tökum við þeim með öllu sem í okkur býr, hver fruma líkamans, hvert skúmaskot sálarinnar, hvert andans andvarp þiggur þessi orð, að Jesús sem hefur allt í hendi sér er með okkur alla okkar daga.
Pistill

Núvitundaríhugun, fimmti hluti: Hljóð og hugsanir

Vitund okkar er vakandi, við sjáum og heyrum og skynjum það sem fram fer innra með okkur og í ytra umhverfinu. Við erum hér og nú. Allt má vera það sem það er, engu þarf að breyta einmitt núna. Við hvílum bara í því sem er, erum vitni að öllu þessu án þess að það raski ró okkar. Andardrátturinn, lífgjöf Guðs, er akkeri okkar, friður okkar.
Pistill

Innlifunaríhugun 2: Friður sé með þér!

Orðin hans hljóma svo mögnuð, eins og bergmál úr innsta kjarna alls sem er, vera hans öll er svo þrungin krafti og kærleika. Friður sé með þér, friður og fyrirgefning fylgi þér, segir hann við okkur, fyrirgefning Guðs fái farveg í gegn um þitt líf, stöðvaðu ekki flæði fyrirgefningarinnar, veittu árstraumum friðar Guðs áfram.
Pistill

Við erum hughraust

Við erum hughraust af því að Drottinn er í nánd, af því að Guð friðarins er og mun vera með okkur. Við erum hughraust af því að dauðinn átti ekki síðasta orðið. Farsóttin á heldur ekki síðasta orðið.
Predikun

Að fagna í þrengingum?

Það breytir engu hvort þú ert fjarlæg eða nálæg Guði í hjarta þínu. Jesús Kristur yfirvinnur alla slíka veggi. Frelsarinn kemur með friðinn sinn sem gefur okkur þá hugarró sem ekkert og enginn getur frá okkur tekið. Við lifum því ekki lengur í eigin mætti heldur upprisumætti Jesú Krists.
Predikun

Sömu laun óháð vinnuframlagi?

Ef við hugsum um Guð sem veitanda, veitanda lífsins og vinnunnar við það, fáum við meiri heildarmynd á þetta allt saman heldur en ef við sjáum okkur bara hvert og eitt í okkar horni að puða. Ef Guð er vinnuveitandinn þá er heimurinn allur einn vinnustaður og við hvert öðru háð.
Predikun

Huggarinn

„Þess vegna mæli ég hiklaust með því að fólk nýti sér sálgæsluþjónustu kirkjunnar því þó þú hafir þá skoðun að reynsla þín af lífinu sé eitthvað sem þú getir bara haft fyrir þig og komi ekki öðrum við þá er ekkert víst að þú sért að gera sjálfum þér gagn með því."
Pistill

Stundir og andartök

Við tökum ljósið með okkur að útidyrunum, þessum skilum hins helga rýmis og umhverfisins þar fyrir utan.
Predikun

Frægasta óléttusagan

Og þar leynast töfrar trúarinnar. Hún er ekki fyrirlestur þar sem við sitjum þögul hjá og hlustum. Hún er líkari samtali við góðan hlustanda. Hann grípur ekki fram í, bíður ekki í ofvæni eftir að koma sínum sjónarmiðum að, heldur gefur okkur svigrúm til að bregðast við sjá, tjá og túlka það sem við höfum fengið að skynja.
Predikun